Landbúnaðarráðuneyti

709/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 484/1998 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða. - Brottfallin

1. gr.

a-liður 1. gr. viðauka I orðist svo:
Skrokkar af gimbrarlömbum að tólf mánaða aldri og skrokkar af hrútlömbum sem slátrað er fyrir 1. nóvember og eftir 1. mars, svo og skrokkar af geltum hrútlömbum, að 12 mánaða aldri, enda hafi þau verið gelt í síðasta lagi tveimur mánuðum fyrir slátrun. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum D.

e-liður 1. gr. viðauka I orðist svo:
Skrokkar af fullorðnum og veturgömlum hrútum sem slátrað er eftir 10. október og lambhrútum sem slátrað er eftir 31. október til og með 1. mars. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum H.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ásamt síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 26. september 2003.

Guðni Ágústsson.
Sigríður Norðmann.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica