Búfjáreftirlitssvæði nr. 23 í 7. gr. III. kafla reglugerðarinnar breytist svo:
Svæði 23 verður Fjarðarbyggð og Mjóafjarðarhreppur.
Svæði 24 verður Seyðisfjarðarkaupstaður, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Austur-Hérað, Borgarfjarðarhreppur og Norður-Hérað.
Svæði 25 verður Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búðahreppur, Stöðvarhreppur, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.
Með tilliti til þeirra breytinga sem getið er í 1. gr. reglugerðarinnar verður númer eftirtalinna eftirlitssvæða sem hér segir:
26. | Sveitarfélagið Hornafjörður. |
27. | Mýrdalshreppur. |
28. | Skaftárhreppur. |
29. | Ásahreppur, Rangárþing eystra og Rangárþing ytra. |
30. | Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Árborg, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur og Bláskógabyggð. |
Í 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar breytist tilvísun í svæði nr. 24 í tilvísun til svæðis nr. 26.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 103/2002, um búfjárhald o.fl. og öðlast þegar gildi.