Landbúnaðarráðuneyti

59/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 19/2001 um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum, beingreiðslur, uppkaupaálag og jöfnunargreiðslur 2001-2007 - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar breytist og verður svohljóðandi:
Heimilt er að flytja greiðslumark milli lögbýla. Aðilaskipti að greiðslumarki taka þó ekki gildi fyrr en staðfesting Bændasamtaka Íslands liggur fyrir.


2. gr.

9. gr. reglugerðarinnar breytist og verður svohljóðandi:
Beingreiðslur greiðast með tíu jöfnum mánaðarlegum greiðslum 1. hvers mánaðar frá janúar til október ár hvert, þó þannig að greiðsla fyrir janúar fer fram 1. febrúar ásamt greiðslu fyrir þann mánuð. Verðbætur, sbr. 22. gr. greiðast með októbergreiðslu.


3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 23. gr. reglugerðarinnar:
Í stað 42. gr. kemur: 49. gr.


4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 28. janúar 2003.

Guðni Ágústsson.
Sigríður Norðmann.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica