Landbúnaðarráðuneyti

858/2002

Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl. - Brottfallin

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar landbúnaðarráðherra tollkvótum skv. viðauka III B, við tollalög númer 55/1987, með síðari breytingum í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. laga nr. 99/1993.


2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

Vara
Tímabil
Vörumagn
Verðtollur
Magntollur
Tollnúmer:
stk.
%
kr./stk.
0602.2000 Tré, runnar og búskar, einnig ágrætt sem ber æta áv.
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0602.3000 Alparósir og glóðarrósir, einnig ágræddar
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0602.4000 Rósir, einnig ágræddar
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
Annað:
0602.9030 Matjurta- og jarðarberjaplöntur
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
Annað: Útiplöntur: - Tré, runnar og búskar
0602.9041 Skógartré
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
Annað:
0602.9045 Græðlingar með rót og ungplöntur
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0602.9049 Annars
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
Aðrar útiplöntur:
0602.9051 Fjölærar jurtkenndar plöntur
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
Inniplöntur:
0602.9070 Græðlingar með rót og ungplöntur ekki kaktusar og þykkblöðungar
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
Annað:
0602.9091 Kaktusar og þykkblöðungar
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0602.9092 Pottaplöntur af ættkvíslinni Bromilea
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0602.9093 Plönturnar Erica Gracilis og Calluna
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0602.9094 Plöntur af ættkvíslum brönugrasa "orchids"
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0602.9095 Aðrar pottaplöntur til og með 1 metri á hæð
01.01.-30.06.03
3.400
30
0
0602.9099 Annars (pottaplöntur yfir 1 metri á hæð)
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
Nýtt:
0603.1002 Innflutningur á öðrum tíma (nellikur, lokaskegg o.fl.)
01.05.-30.11.03
ótilgr.
15
48
0603.1003 Ættkvíslirnar Prote, Bankasía o.fl.
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0603.1004 Afskornar greinar með berjum og ávöxtum
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0603.1005 Blóm af ættkvíslum brönugrasa "orchids"
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0603.1006 Forsythia (páskagreinar)
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0603.1009 Annars (afskorin blóm)
01.01.-30.06.03
175.000
30
0
0603.9000 Annað (þurrkuð blóm)
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
Annað:
0604.9101 Jólatré, án rótar
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0604.9102 Jólatrésgreinar
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0604.9109 Annað
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0
0604.9900 Annars
01.01.-31.12.03
ótilgr.
30
0


Við innflutning á vörum sem falla undir þau tollnúmer þar sem vörumagn er ekki tilgreint skal gilda sá verð- og/eða magntollur sem tilgreindur er í 1. mgr. yfir tilgreint tímabil. Fyrir þau tollnúmer sem vörumagn er tilgreint gildir tiltekinn verð- og/eða magntollur skv. útgefnum tollkvótum.

Tímabil þau sem tilgreind eru miðast við tollafgreiðslu en ekki við komu flutningsfars til landsins og skal tollafgreiðslu lokið innan tímabils. Hafi vara hlotið bráðabirgðatollafgreiðslu, skal þó miða við dagsetningu hennar.


3. gr.

Tollkvótum er úthlutað skv. auglýsingu landbúnaðarráðuneytisins þar sem tilgreindir eru skilmálar vegna úthlutunarinnar. Úthlutun er ekki framseljanleg. Við úthlutun á tollkvótum sem fellur undir tollnúmer þar sem vörumagn er tilgreint skal auglýsa eftir umsóknum um tollkvóta.

Verði umsóknir um tollkvóta í þeim tollnúmerum þar sem magn er tilgreint meiri en það magn sem auglýst er skal leita tilboða í tollkvóta.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum nr. 189/1990.


4. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt 65. gr. og 82. gr. laga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.


5. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 65. gr., 65. gr. A og 87. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og gildir til 1. janúar 2004.


Landbúnaðarráðuneytinu, 9. desember 2002.

F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Atli Már Ingólfsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica