Landbúnaðarráðuneyti

352/2002

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Við skilgreiningar 2. gr. bætist:
Opinber sáðvörulisti: Listi sem Aðfangaeftirlitið gefur út yfir skráða sáðvöru eftir að hafa leitað álits Sáðvöru- og áburðarnefndar. Aðfangaeftirlitið birtir listann á heimasíðu sinni auk þess að koma honum á framfæri innan EES-svæðisins. Einnig sér Aðfangaeftirlitið um að uppfæra listann eftir þörfum.


2. gr.

Í stað 1. ml. 3. gr. kemur eftirfarandi:
Sáðvöru má einungis rækta undir opinberu eftirliti og viðurkenna til sölu ef hún er af stofni sem er tilgreindur á opinberum sáðvörulista.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.


Landbúnaðarráðuneytinu, 13. maí 2002.

F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica