Landbúnaðarráðuneyti

433/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 251/1995 um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum með síðari breytingum. - Brottfallin

433/2000

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 251/1995 um aðbúnað og sjúkdómavarnir
á alifuglabúum og útungunarstöðvum með síðari breytingum.

1. gr.

Við 6. gr. bætist eftirfarandi málsgrein:
Framleiðandi skal einkenna hvern kjúklinga-, kalkúna- og andaeldishóp í útungunarstöð með sérstöku rekjanleikanúmeri. Númer þetta skal vera minnst átta tölustafir og skal vera þannig uppbyggt að fyrstu þrír tölustafirnir merkja alifuglaframleiðandann, síðan koma tveir tölustafir fyrir árið, tveir fyrir vikuna sem ungarnir eru klaktir og að lokum einn stafur fyrir eldishópinn. Framleiðandi sláturfugla skal sjá til þess að rekjanleikanúmer eldishópsins fylgi honum til slátrunar. Öll sýni úr útungunar- og eldishópum skulu auðkennd með rekjanleikanúmerinu.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 46/1991 um búfjárhald og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 20. júní 2000.

Guðni Ágústsson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica