Leita
Hreinsa Um leit

Landbúnaðarráðuneyti

450/1998

Reglugerð um greiðslu Suðurlandsskóga af kostnaði við skógrækt og skjólbeltarækt á lögbýlum.

1. gr.

Fjölnytjaskógrækt.

Hlutfallsleg greiðsla Suðurlandsskóga af samþykktum kostnaði við fjölnytjaskógrækt á lögbýlum er 97 af hundraði.

2. gr.

Skjólbeltarækt.

Suðurlandsskógar greiða að fullu samþykktan kostnað vegna skjólbeltaræktunar af eftirtöldum þáttum:

 1.            Kaup á plöntum og stiklingum.

 2.            Kaup á plastdúkum og vélarvinna við lagningu þeirra.

 3.            Umsjón og verkstjórn við framkvæmd.

 4.            Illgresiseyðing með lyfjum í allt að 5 ár frá því að gróðursetningu lýkur.

Annar kostnaður af skjólbeltaræktun greiðist að fullu af forsvarsmanni lögbýlis.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. gr. laga nr. 97/1997 um Suðurlandsskóga, öðlast gildi við birtingu, sbr. 7. gr. laga nr. 64/1943 um birtingu laga og stjórnvaldserinda.

Landbúnaðarráðuneytinu, 21. júlí 1998.

F. h. r.

Guðmundur Sigþórsson.

Hjördís Halldórsdóttir.

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica