Landbúnaðarráðuneyti

37/1999

Reglugerð um sundurliðun gjaldstofns til búnaðargjalds.

1. gr.

Á framtali til búnaðargjalds skal eftirfarandi tafla gilda um sundurliðun gjaldstofnsins:

Nautgripaafurðir (þ.m.t. sala lífdýra og beingreiðslur) +
Sauðfjár- og geitaafurðir (þ.m.t. sala lífdýra og beingreiðslur) +
Hrossaafurðir (þ.m.t. sala lífdýra) +
Svínaafurðir (þ.m.t. sala lífdýra) +
Alifuglaafurðir, þó ekki egg (þ.m.t. sala líffugla) +
Egg +
Kartöflur +
Gulrófur +
Annað grænmeti og blóm +
Grávara (þ.m.t. sala lífdýra) +
Æðardúnn +
Skógarafurðir +
Heysala og annað +
Stofn til búnaðargjalds
=2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 84/1997 um búnaðargjald, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 15. janúar 1999.

Guðmundur Bjarnason.
Hjördís Halldórsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica