Landbúnaðarráðuneyti

88/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 251/1995 um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglum og útungarstöðvum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 251/1995 um aðbúnað

og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum.

1. gr.

Við 1. gr. 1.1. bætast eftirfarandi skilgreiningar:

Eldishópur:Einn hópur jafngamalla alifugla sem er alinn í sama eldishúsi þar sem allir fuglar hafa aðgang að sama eldisrými.

Sláturhópur: Eldishópur eða hluti af eldishópi sem slátrað er á sama degi.

Framleiðandi: Fyrirtæki eða einstaklingur/einstaklingar sem elur alifugla á einum eða fleiri stöðum.

Gerlafræðileg rannsókn: Rannsóknaraðili skal vera viðurkenndur af embætti yfirdýralæknis.

2. gr.

Við 6. gr. bætist eftirfarandi málsgrein:

Framleiðandi skal starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði, öryggi og hollustu alifuglaafurða. Innra eftirlit skal viðurkennt af viðkomandi héraðsdýralækni.

3. gr.

Grein 11.9 hljóði svo:

Senda skal sýni úr varpfuglum til gerlafræðilegra rannsókna samkvæmt eftirfarandi reglum:

2- 4 vikna: 60 saursýni.

12-15 vikna: 60 saursýni.

4. gr.

Við 13. gr. bætist eftirfarandi málsgrein:

Senda skal sýni úr varpfuglum til gerlafræðilegra rannsókna samkvæmt eftirfarandi reglum:

25-30 vikna: 60 saursýni.

55-60 vikna: 60 saursýni.

5. gr.

Grein 14.5 hljóði svo:

Slátra skal kjúklingum 26-32 daga gömlum til gerlafræðilegra rannsókna, að lágmarki 10 fuglum.

6. gr.

Við 15. gr. bætast eftirfarandi málsgreinar:

Slátra skal öðrum alifuglum 14 dögum fyrir slátrun til gerlafræðilegra rannsókna, að lágmarki 10 fuglum.

Einnig er heimilt að framkvæma sýnatökur með öðrum hætti, að fengnu samþykki yfirdýralæknis.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 46/1991 um búfjárhald og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 24. janúar 2000.

Guðni Ágústsson.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica