Landbúnaðarráðuneyti

104/1999

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 259/1996 um verðjöfnun á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (1.) breytingu á reglugerð nr. 259/1996

um verðjöfnun á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni.

1. gr.

Við upptalningu í 1. gr. reglugerðarinnar bætast eftirfarandi tollskrárnúmer:

1905.9011

1905.9019

1905.9040

2. gr.

Ný 2. gr. orðist svo: Viðmiðunarverð sem notað er við ákvörðun upphæðar verðjöfnunar á hverja tegund hráefnis grundvallast á mismun á innlendu og erlendu viðmiðunarverði eftirfarandi landbúnaðarafurða:

Landbúnaðarhráefni

Innlent viðmiðunarverð

Erlent viðmiðunarverð

 

kr./kg

kr./kg

Mjólk

50,70

17,38

Undanrenna

49,79

12,48

Rjómi 36%

450,73

161,84

Nýmjólkurduft

280,50

139,01

Undanrennuduft

271,40

102,69

Smjör

204,79

142,71

Ostur

524,30

161,84

Egg, skurnlaus

170,00

83,19

Nautgripakjöt, beinlaust

581,10

115,54

Kindakjöt, beinlaust

490,10

78,57

Svínakjöt, beinlaust

390,91

87,81

Kjúklingakjöt, beinlaust

676,73

98,72

Hrossakjöt, beinlaust

239,20

90,00

Í þeim tilfellum þegar afskurður af kjöti er notaður sem hráefni, t.d. í hakk, fars o.þ.h. skal nota stuðulinn 0,65 á viðmiðunarverð verðjöfnunar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 12. febrúar 1999.

Guðmundur Bjarnason.

___________________

Hjördís Halldórsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica