Landbúnaðarráðuneyti

313/1991

Reglugerð um aðlögun fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða að innanlandsmarkaði. - Brottfallin

I. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.

Orðskýringar.

Merking orða í reglugerð þessari er sem hér segir:

Búmarkssvæði eru þau sömu og ákveðin voru með reglugerð nr. 287/1990. Landbúnaðarráðherra er heimilt að sameina búmarkssvæði innan búnaðarsambandssvæðis, ef hlutaðeigandi búnaðarsamband óskar þess fyrir 1. ágúst 1991. Þá getur landbúnaðarráðherra ákveðið eftir atvikum að miða við sýslur í stað búmarkssvæða.

Framleiðandi er hver sá, sem á eigin vegum hefur með höndum sauðfjárframleiðslu til afhendingar í afurðastöð, hvort sem er einstaklingur, lögaðili, aðili að félagsbúi eða ríkisbú.

Fullvirðisréttur er það magn sauðfjárafurða, sem búmarkssvæði og/eða framleiðendum er ábyrgst fullt verð fyrir á grundvelli samnings skv: a-1ið 30. gr. laga nr. 46/1985.

Innlagður fullvirðisréttur er fullvirðisréttur sem lagður er inn til geymslu frá 1. september 1992 til 31. ágúst 1998.

Lögbýli eða jörð er í reglugerð þessari skilgreint samkvæmt 1. gr. ábúðarlaga nr. 64 31. maí 1976 með síðari breytingum.

Niðurfærsla er tiltekin hlutfallsskerðing á fullvirðisrétti til framleiðslu sauðfjárafurða til að laga hann að innanlandsmarkaði.

 

2, gr.

Yfirumsjón og framkvæmd.

Framkvæmdanefnd búvörusamnings sem skipuð er skv. 7. gr. búvörusamnings, dags. 20. mars 1987 hefur yfirumsjón með aðlögun sauðfjárframleiðslu að innanlandsmarkaði. Framleiðsluráð landbúnaðarins aflar nauðsynlegra upplýsinga og annast útreikninga vegna framkvæmdar á þessari reglugerð.

Framleiðsluráð landbúnaðarins skal gefa út sérstakar fullvirðisréttarskrár til grundvallar aðlögunarinnar. Fyrir 15. júlí 1991 verði gefin út sérstök skrá sbr. 5. gr. og síðan endurskoðuð skrá sem tekur mið af þeirri sölu og niðurfærslu fullvirðisréttar sem á sér stað á aðlögunartímanum, þann 1, október 1991 og 31. ágúst 1992. Jafnóðum skal færa inn breytingar vegna kaupa ríkissjóðs á fullvirðisrétti og sölu fullvirðisréttar milli framleiðenda.

 

II. KAFLI

Kaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti, 1. hluti aðlögunar.

3. gr.

Tilboð ríkissjóðs.

Á tímabilinu frá 1. maí 1991 til 31. ágúst 1991 býðst ríkissjóður til að kaupa fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða, eftir því sem framleiðendur óska, að ígildi allt að 3.700 tonnum kjöts. Jafnframt að greiða förgunarbætur vegna fækkunar á allt að 55.000 ám.

Sölutilboð sem berast verða afgreidd í réttri tímaröð. Náist þessi markmið um aðlögun að innanlandsmarkaði ekki á tímabilinu, kemur til niðurfærslu á fullvirðisrétti.

 

4. gr.

Ráðstöfun fullvirðisréttar.

Fullvirðisréttur á lögbýli fylgir því og er kaupverð hans greitt til eiganda þess eða eftir tilvísun hans, nema sá fullvirðisréttur sem ábúandi hefur keypt eða flutt með sér á leigujörð, sem er greiddur ábúanda. Samningi um sölu fullvirðisréttar þarf að fylgja samþykki eiganda (eigenda) og ábúanda (ábúenda) lögbýlis, sem nýtir fullvirðisrétt á lögbýlinu haustið 1991, ef ekki er um sama (sömu) aðila að ræða.

Fullvirðisréttur utan lögbýla er seljanlegur ríkissjóði á tímabilinu á sama hátt og fullvirðisréttur lögbýla en ella fellur hann niður úr fullvirðisréttarskrá 31. ágúst 1992.

 

5. gr.

Skráning fullvirðisréttar.

Framleiðsluráð landbúnaðarins skal gera sérstaka skrá um fullvirðisrétt á lögbýlum og utan lögbýla, sem gildir við kaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti.

Við gerð þeirrar skrár skal gæta þess að fullvirðisréttur, sem lagður hefur verið inn til leigu hjá búnaðarsambandi, sé skráður hjá .leigusala. Leigusala er heimilt að selja þann fullvirðisrétt til ríkissjóðs. Búnaðarsamband reiknar út skv. 7. gr. hvaða framleiðendur, sem tekið hafa slíkan rétt á leigu skuli minnka bústofn. Sama gildir um fullvirðisrétt sem leigður hefur verið milli einstaklinga og skal leigutaki fækka fé um tilsvarandi fjölda skv. 7. gr.

Um úthlutanir búnaðarsambanda fer eftir fullvirðisréttarskrá verðlagsársins 1991/92. Þau búnaðarsambönd sem nýttu sér heimild í a-1ið 3. gr. reglugerðar nr. 407/1990 skulu tilkynna Framleiðsluráði landbúnaðarins um endanlega úthlutun á sínu svæði eigi síðar en 5. júlí 1991.

Um fullvirðisrétt bundinn í leigusamningum hjá Framleiðnisjóði og fjárskiptasamningum hjá Sauðfjárveikivörnum fer eftir fullvirðisréttarskrá Framleiðsluráðs landbúnaðarins fyrir verðlagsárið 1991/92 að teknu tilliti til breytinga skv. 3. mgr.

 

6. gr.

Kaupverð fullvirðisréttar.

Ríkissjóður kaupir fullvirðisrétt á 1. hluta aðlögunar, sem bundinn er í leigusamningum við Framleiðnisjóð landbúnaðarins fyrir kr. 480 á kg. Fyrir allan annan fullvirðisrétt sem er seldur ríkissjóði greiðast kr. 600 á kg þar með talinn fullvirðisréttur sem bundinn er samningi við Sauðfjárveikivarnir.

 

7. gr.

Fækkun fjár.

Þegar seldur er fullvirðisréttur sem er nýttur til framleiðslu skuldbindur framleiðandi sig til að fækka ám um tilsvarandi fjölda og sölu nam þannig að ásetningur sauðfjár haustið 1991 verði í samræmi við umsamda fækkun.

Þegar seldur er allur fullvirðisréttur skal öllu fé fargað. Heimilt er þó að halda eftir allt að 10 kindum til heimanota.

Þegar framleiðandi selur hluta fullvirðisréttar, sem nýttur er til framleiðslu, skal farga 0,8 - 1,2 ám á móti hverju seldu ærgildi. Þegar seldur er ónýttur fullvirðisréttur, miðað við innlegg og bústofnsauka á verðlagsárinu 1990-1991, þarf ekki að farga sauðfé á móti seldum rétti.

Áður en greiðslur ríkissjóðs vegna förgunarbóta verða inntar af hendi skal liggja fyrir fullnægjandi staðfesting á því að ám hafi verið fargað og að ásetningur haustið 1991 hafi verið í samræmi við umsamda fækkun.

 

8. gr.

Greiðsla förgunarbóta.

Förgunarbætur eru greiddar seljanda fullvirðisréttar, en ábúanda sé hann annar en seljandi. Ríkissjóður fær til ráðstöfunar þær ær, sem förgunarbætur greiðast fyrir:

Þegar seldur er allur fullvirðisréttur greiðast kr: 5 000 fyrir hverja á sem framvísað er, allt að fjölda seldra ærgilda í fullvirðisrétti. Þetta gildir þótt haldið sé eftir 10 ærgilda fullvirðisrétti.

Þegar seldur er hluti fullvirðisréttar greiðast kr. 3 500 fyrir hverja á sem fargað er á móti hverju seldu ærgildi.

Þegar fargað er fleiri ám en nemur seldum ærgildum, greiðir ríkissjóður kr. 3 500 fyrir hverja á sem umfram er, allt að 1,2 ám á móti hverju seldu ærgildi. Seljandi annast um og kostar flutning að sláturhúsi eða öðrum afhendingarstað sem síðar verður ákveðinn.

Ríkissjóður ábyrgist fullt verð afurða sem svarar minni ásetningsþörf haustið 1991, þ.e. 2,25 kg dilkakjöts fyrir hvert selt ærgildi, þegar krafist er tilsvarandi fækkunar á bústofni, ef innlegg rúmast ekki innan fullvirðisréttar.

 

III. KAFLI

Fyrri niðurfærsla.

9. gr.

Niðurfærsla.

Þann 1. september 1991 verður fullvirðisréttur, sem er nýtanlegur til framleiðslu

samkvæmt sérstakri fullvirðisréttarskrá 15. júlí 1991, sbr. 5. gr. að hafa minnkað um 12% við sölu til ríkissjóðs. Sé því markmiði ekki náð verður þessi fullvirðisréttur færður niður um það sem á vantar, þó með undantekningum skv. 10. gr.

Fullvirðisréttur bundinn í samningum við Framleiðnisjóð landbúnaðarins eða Sauðfjárveikivarnir skal færður niður um sama hlutfall.

 

10. gr.

Búmarkssvæði.

Á búmarkssvæðum þar sem fullvirðisréttur til sauðfjárframleiðslu var yfir 90% af samanlögðum fullvirðisrétti til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu verðlagsárið 1989/1990 skal niðurfærslan miðast við 7,2% minnkun nýtanlegs fullvirðisréttar. Hafi þetta hlutfall verið á milli 70% - 90% skal miðað við 9,6%.

 

11. gr.

Lækkun á niðurfærslu búmarkssvæðis.

Til lækkunar á niðurfærslu á hverju búmarkssvæði kemur innlagður fullvirðisréttur, sbr. 22. gr., og fullvirðisréttur nýtanlegur til framleiðslu, sem seldur hefur verið ríkissjóði, skv. II. kafla að undanskildum fullvirðisrétti utan lögbýla, sem kemur hlutfallslega til lækkunar á landsvísu.

Fullvirðisréttur sem bundinn er í leigusamningum við Framleiðnisjóð og fjárskiptasamningum við Sauðfjárveikivarnir og er seldur ríkissjóði, kemur ekki til lækkunar við fyrri niðurfærslu.

Verði sala til ríkissjóðs á fullvirðisrétti sem er í framleiðslu á lögbýlum umfram markmið sbr. 9. og 10. gr., kemur það sem umfram er hlutfallslega til lækkunar á fyrri niðurfærslu annarra svæða.

 

12. gr.

Lækkun á niðurfærslu framleiðanda.

Framleiðandi sem hefur fyrir 1. September 1991 selt ríkissjóði fullvirðisrétt skal undanþeginn fyrri niðurfærslu að því marki sem sölu nam.

Framleiðandi sem selur fullvirðisrétt umfram fyrri niðurfærslu skal undanþeginn seinni niðurfærslu að því marki sem umfram er og selji hann 25% eða meira af fullvirðisrétti sínum skal hann undanþeginn seinni niðurfærslu.

 

13. gr.

Greiðslur ríkissjóðs.

Við fyrri niðurfærslu fullvirðisréttar greiðir ríkissjóður kr. 450 á kg. Við niðurfærsluna skal framleiðandi fækka ám tilsvarandi sbr. 7. gr. og greiðir ríkissjóður kr. 3 500 fyrir hverja á sem fargað er. Einnig ábyrgist ríkissjóður fullt verð afurða sem svarar minni ásetningsþörf

haustið 1991, þ.e. 2,25 kg dilkakjöts fyrir hvert ærgildi sem niðurfærslunni nemur, ef innlegg rúmast ekki innan fullvirðisréttar.

Áður en greiðslur ríkissjóðs vegna niðurfærslunnar verða inntar af hendi verður að liggja fyrir fullnægjandi staðfesting þess að ám hafi verið fargað og að ásetningur haustið 1991 hafi verið í samræmi við fækkun vegna niðurfærslunnar.

 

14. gr.

Breyting fullvirðisréttar.

Framleiðsluráð landbúnaðarins skal tilkynna framleiðendum um fullvirðisrétt þeirra við lok fyrri niðurfærslu. Þeir eiga þess kost að gera athugasemdir við hann og skulu þær berast Framleiðsluráði landbúnaðarins innan 30 daga frá dagsetningu tilkynningar. Framleiðsluráð landbúnaðarins endurskoðar útreikninga, sem athugasemdir eru gerðar við og tilkynnir framleiðanda niðurstöðu sína.

Uni framleiðandi ekki þeirri niðurstöðu, getur hann innan 25 daga frá dagsetningu úrskurðar skotið ágreiningnum með rökstuddri kæru til nefndar, sem skipuð er skv. 31. gr. laga nr. 46/1985. Skal nefndin fella úrskurð Sinn innan 30 daga frá því erindi berst henni.

 

I V . KAFLI

Sala fullvirðisréttar milli framleiðenda.

15. gr.

Heimild til sölu.

Á tímabilinu frá 1. september 1991 til 31. ágúst 1992 er heimil sala á fullvirðisrétti milli framleiðenda á lögbýlum með skilyrðum 16. - 20, gr. Sala verður þó fyrst heimil að lokinni fyrri niðurfærslu eða þegar kaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti á viðkomandi búmarkssvæðum hafa náð aðlögunarmarkmiðum skv. 9. og 10. gr.

Sé lögbýli í leiguábúð þarf samþykki eiganda og ábúanda fyrir ráðstöfun fullvirðisréttar.

 

16. gr.

Takmarkanir á sölu fullvirðisréttar.

Fullvirðisrétt sem leigður hefur verið Framleiðnisjóði landbúnaðarins má því aðeins selja að hann hafi verið í framleiðslu hjá viðkomandi framleiðanda næstliðin tvö ár fyrir sölu. Fullvirðisréttur sem bundinn er í fjárskiptasamningi við Sauðfjárveikivarnir verður seljanlegur að liðnum samningstíma og þegar samningurinn telst fullefndur að öðru leyti.

 

17. gr.

Aukning fullvirðisréttar.

Hverjum framleiðanda á lögbýli er heimilt að kaupa sér fullvirðisrétt að því marki að hann auki sinn fullvirðisrétt um 15% frá þeim fullvirðisrétti sem hann var skráður fyrir til framleiðslu verðlagsárið 1991/92.

 

18. gr.

Gróðurvernd.

Landbúnaðarráðherra er heimilt að takmarka eða stöðva kaup á fullvirðisrétti ef fyrir liggur rökstutt álit Landgræðslu ríkisins þar um. Landbúnaðarráðherra ákveður nánari starfsreglur hér að lútandi.

Framleiðsluráð landbúnaðarins skal veita Landgræðslu ríkisins upplýsingar um fyrirhuguð viðskipti með fullvirðisrétt milli einstaklinga jafnóðum og tilkynningar berast.

 

19. gr.

Forkaupsréttur.

Ríkissjóður hefur heimild til að kaupa 20% af fullvirðisrétti í hverri sölu. Það hlutfall getur verið lægra eða ekkert á ákveðnum svæðum eða búum sem byggja afkomu sína nær eingöngu á sauðfjárrækt. Ríkissjóður greiðir kr. 380 á kg.

 

20. gr.

Tilkynningar og staðfesting.

Viðskipti með fullvirðisrétt skulu tilkynnt á þar til gerðum eyðublöðum sem Framleiðsluráð landbúnaðarins lætur í té og munu liggja frammi á skrifstofum búnaðarsambanda. Viðskiptin taka fyrst gildi þegar staðfesting Framleiðsluráðs landbúnaðarins liggur fyrir.

 

V, KAFLI

Kaup ríkissjóós á fullvirðisrétti, 2. hluti aðlögunar.

21. gr.

Tilboð ríkissjóðs.

Um kaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti í sauðfjárframleiðslu á tímabilinu frá 1. September 1991 til 31. ágúst 1992 gilds sömu ákvæði og í II. kafla að öðru leyti en því að greiðslur fyrir fullvirðisrétt og förgunarbætur lækka. Ríkissjóður kaupir fullvirðisrétt á 2. hluta aðlögunar, sem bundinn er í leigusamningum við Framleiðnisjóð landbúnaðarins fyrir kr: 300 á kg. Fyrir allan annan fullvirðisrétt sem er seldur ríkissjóði greiðast kr. 380 á kg þar með talinn fullvirðisréttur sem bundinn er samningi við Sauðfjárveikivarnir. Förgunarbætur fyrir hverja á verða kr. 3 500.

 

22. gr.

Innlagður fullvirðisréttur.

Fram til 31. ágúst 1992 er heimilt að leggja fullvirðisrétt lögbýla inn til geymslu til 31. ágúst 1998. Framleiðandi skal þá farga öllum bústofni og greiðir ríkissjóður kr. 5 000 fyrir hverja á sem fargað er og rúmast ekki innan fullvirðisréttar lögbýlisins við innlegg.

Innlagður fullvirðisréttur sætir sömu breytingum og annar fullvirðisréttur.

Einnig ábyrgist ríkissjóður fullt verð afurða sem svarax minni ásetningsþörf haustið 1991, þ.e. 2,25 kg dilkakjöts fyrir hvert ærgildi sem niðurfærslunni nemur, ef innlegg rúmast ekki innan fullvirðisréttar.

 

23. gr.

Gildistaka o. fl.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 46 27. júní 1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og öðlast þegar gildi. Jafnframt er vísað til 38. gr. lánsfjárlaga fyrir árið 1991 nr. 26/1991 og samnings (viðauka I) landbúnaðarráðherra, f.h. ríkisstjórnar Íslands og Stéttarsambands bænda, dags. 11. mars 1991 um aðlögun sauðfjárframleiðslu að innanlandsmarkaði.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 2. júlí 1991.

 

Halldór Blöndal.

Guðmundur Sigþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica