Leita
Hreinsa Um leit

Landbúnaðarráðuneyti

589/1995

Reglugerð um greiðslur úr fóðursjóði til loðdýraræktar og fiskeldis. - Brottfallin

Reglugerð

um greiðslur úr fóðursjóði til loðdýraræktar og fiskeldis.

1. gr.

Innflytjendur fóðurs sem notað er til loðdýraræktar og fiskeldis eiga rétt á að fá greitt fé úr fóðursjóði sem nemur jafnvirði þeirra fóðurtolla sem innheimtir eru samkvæmt lögum nr. 87/1995 um breytingu á tollalögum nr. 55/1987, með síðari breytingum.

2. gr.

Umsókn um greiðslu úr fóðursjóði skal studd eftirfarandi gögnum:

a. staðfestu ljósriti af aðflutningsskýrslu.

b. staðfestingu aðfangaeftirlitsins um að varan sé ætluð til loðdýraræktar eða fiskeldis.

c. yfirlýsingu umsækjanda eða notanda um að varan hafi farið til loðdýraræktar eða fiskeldis.

3. gr.

Framleiðsluráð landbúnaðarins annast greiðslur úr fóðursjóði til innflytjenda. Skal Framleiðsluráð meta umsóknir og afgreiða fullgildar umsóknir um greiðslu úr fóðursjóði án ástæðulausrar tafar.

Hafi verið veitt heimild til útgáfu á skuldaviðurkenningu til tryggingar greiðslu fóðurtolls er heimilt að skuldajafna greiðslu úr fóðursjóði til lúkningar greiðslu skv. skuldaviðurkenningu.

4. gr.

Reikningar fóðursjóðs skulu endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 15. gr. laga nr. 87/1995 um breytingu á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytið, 24. nóvember 1995.

Guðmundur Bjarnason.

Jón Höskuldsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica