Landbúnaðarráðuneyti

401/1999

Reglugerð um kartöfluútsæði. - Brottfallin

I. KAFLI

Orðaskýringar.

1. gr.

Merking orða er í reglugerð þessari sem hér segir:

Afbrigði: Samheiti yfir plöntur sem allar eru af sömu eða svipaðri arfgerð. Þetta geta verið afkomendur eftir kynjaða víxlun (dæmi: Bintje og Premiére) eða afkomendur kartaflna sem hafa verið lengi í ræktun (dæmi: Rauðar íslenskar og Gullauga).

Græðlingur: Hluti stönguls með minnst einu laufblaði og einu brumi (enda- eða axlarbrumi). Að fenginni rótarmyndun verður græðlingur að sjálfstæðri plöntu.

Kartöfluútsæði eða útsæði: Stöngulhnýði kartöflujurtarinnar sem viðurkennd hafa verið til niðursetningar skv. skilyrðum reglugerðar þessarar.

Klón: Samheiti yfir plöntur sem með kynlausri vaxtaræxlun eru afkomendur sömu plöntu eða sama plöntuhluta.

Ræktunarland: Allt land sem notað er af sama framleiðanda og þar sem notaðar eru sömu vélar, hvort sem þetta land er hans eigið eða ekki.

Stofnræktandi: Ræktandi sem útsæðisnefnd hefur viðurkennt sem framleiðanda stofnútsæðis.

Stofnútsæði: Skiptist í:

Úrvalsútsæði (S-stofn): Útsæði sem til er orðið við úrval og á uppruna að rekja til eins eða fleiri vaxtarbrodda. Ekki mega vera fleiri en fimm hnýðisættliðir frá vaxtarbroddi, þar af mest fjórir ættliðir í útiræktun. Útsæðið skal uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir úrvalsútsæði í viðauka 1 og 2.

Eðalútsæði (E-stofn): Útsæði sem komið er af úrvalsútsæði. Ekki mega vera fleiri en þrír hnýðisættliðir frá úrvalsútsæði. Útsæðið skal uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir eðalútsæði í viðauka 1 og 2.

Stofnútsæði A (A-stofn): Útsæði sem komið er af eðalútsæði og uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fyrir stofnútsæði A í viðauka 1 og 2.

Úrval: Val á plöntum innan afbrigðis sem taldar eru bera af öðrum plöntum í útliti, afkastagetu, heilbrigði eða öðrum æskilegum eiginleikum. Einnig val á plöntum sem taldar eru bera þessa eiginleika í þeim mæli sem best gerist hjá viðkomandi afbrigði.

Vaxtarbroddur (meristem): Vaxtarsvæði í ysta hluta brums, endabrums eða axlarbrums, ásamt einum til þremur blaðvísum (< 1mm).

Vefjaræktun: Þegar einstakar frumur, vefur eða líffæri er ræktað á tilbúnu æti við dauðhreinsuð skilyrði.

II. KAFLI

Útsæðisnefnd.

2. gr.

Landbúnaðarráðherra skipar þrjá menn í útsæðisnefnd til fjögurra ára í senn. Skal einn skipaður eftir tilnefningu stjórnar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, annar eftir tilnefningu stjórnar Bændasamtaka Íslands og sá þriðji án tilnefningar. Landbúnaðarráðherra skipar formann úr hópi nefndarmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

3. gr.

Útsæðisnefnd skal beita sér fyrir því að ávallt sé völ á heilbrigðu, völdu, innlendu útsæði af þeim afbrigðum sem hér henta best til ræktunar. Skal nefndin stuðla að því að heimild fáist til útsæðisframleiðslu á eftirsóttum afbrigðum, þegar slík framleiðsla er háð samkomulagi við handhafa kynbótaréttar.

Útsæðisnefnd ákveður hvaða afbrigði skulu tekin með í stofnræktun. Nefndin ákveður einnig, hvaða framleiðendur skulu teljast stofnræktendur og gerir við þá ræktunarsamning skv. ákvæðum 15. gr. Skylt er að veita útsæðisnefnd upplýsingar um sölu og dreifingu á útsæði, sé þess óskað.

Útsæðisnefnd skal fylgjast með framkvæmd reglugerðar þessarar.

III. KAFLI

Almenn ákvæði um kartöfluútsæði.

4. gr.

Kartöfluræktandi sem ætlar að afhenda útsæði til sölu og dreifingar á almennum markaði, skal sækja um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins. Skal hann í umsókn sinni nefna það afbrigði (eitt eða fleiri) sem hann óskar að selja sem útsæði og umfang ræktunar af því afbrigði (magn niðursett og/eða stærð lands). Með umsókninni skal fylgja umsögn sérfræðings Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í plöntusjúkdómum. Skal leyfið bundið við ákveðin afbrigði.

Leyfi kartöfluræktanda til sölu útsæðis af tilteknu afbrigði er háð því skilyrði að hann endurnýi reglulega með kaupum á stofnútsæði það útsæði sem hann setur niður af því afbrigði. Skal hann þar velja um aðra af tveimur leiðum. Annars vegar skal hann árlega kaupa sem nemur að lágmarki 15% af því útsæði sem hann setur niður af afbrigðinu, halda nýja stofninum sem mest aðskildum frá öðrum kartöflum í forspírun, ræktun og geymslu og nota uppskeruna síðan sem útsæði næsta ár. Hins vegar skal hann endurnýja alveg með stofnútsæði að minnsta kosti fjórða hvert ár.

Þegar kartöfluræktandi selur útsæði beint til þess sem setur það niður og útsæðið fer ekki um hendur dreifingaraðila, þarf ekki sérstakt leyfi, sbr. þó ákvæði 5. gr.

5. gr.

Ef fyrir liggur vitneskja eða rökstuddur grunur um að ljóst hringrot (Clavibacter michiganensis ssp. sepedonicus), dökkt hringrot (Pseudomonas solanacearum), kartöfluhnúðormur (Globodera rostochiensis eða G. pallida), kartöflubjalla (Leptinotarsa decemlineata), vörtupest (Synchytrium endobioticum) eða aðrir af þeim skaðvöldum sem upp eru taldir í viðauka I með reglugerð nr. 189/1990 finnast á ræktunarlandi eða í uppskeru hjá ákveðnum ræktanda, skal honum óheimilt að láta af hendi kartöflur til niðursetningar. Leyfi samkvæmt 4. gr. reglugerðar þessarar skal þá ekki veitt.

Tekin skulu árlega kartöflusýni úr geymslum útsæðisleyfishafa til greiningar á ljósu hringroti. Einnig skulu tekin jarðvegssýni til greiningar á kartöfluhnúðormi minnst fjórða hvert ár.

Ef fleiri kartöfluræktendur samnýta vélar, geymslu eða annan búnað til kartöfluræktunar og skaðvaldur skv. 1. mgr. finnst hjá einum þeirra, og sé það mat sérfræðings Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í plöntusjúkdómum að veruleg hætta sé á að umrædd samnýting hafi borið smit milli ræktenda, er þeim öllum óheimilt að láta af hendi eða selja útsæði.

6. gr.

Rannsóknastofnun landbúnaðarins heldur skrá um útbreiðslu þeirra skaðvalda, sem nefndir eru í 5. gr. Komi upp rökstuddur grunur um að einhver þeirra finnist í kartöflum eða garðlöndum, er skylt að tilkynna stofnuninni það.

7. gr.

Hafi skaðvaldur skv. 5. gr. fundist í garðlandi eða uppskeru hjá ákveðnum ræktanda og telji sá hinn sami ræktandi sig nú lausan við allt smit, getur hann sótt um leyfi til sölu útsæðis. Þegar um kartöfluhnúðorm er að ræða skulu þó líða minnst 20 ár án kartöfluræktunar, og þegar um vörtupest er að ræða minnst 30 ár áður en unnt er að veita leyfi til sölu útsæðis frá viðkomandi jörð. Heimilt er þó að víkja frá þessum tímamörkum hafi smituðum garðlöndum verið lokað með grassáningu strax og smit var uppgötvað og sé það mat sérfræðings Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í plöntusjúkdómum að þær ráðstafanir sem gerðar hafi verið til að hindra smitdreifingu séu fullnægjandi og fjarlægð milli nýrra garðlanda og hinna smituðu sé næg.

Hringrot má ekki hafa fundist í þrjú ár í röð, þrátt fyrir leit með aðferðum sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins viðurkennir. Einnig skal hafa farið fram á tímabilinu endurnýjun útsæðis með útsæði frá útsæðisleyfishafa og/eða stofnræktanda af öllum þeim afbrigðum sem ræktandinn hefur í ræktun.

8. gr.

Kartöfluræktandi má eingöngu afhenda útsæði í nýjum (ónotuðum) umbúðum. Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á eða innan í umbúðum:

a)

Útsæðiskartöflur.

b)

Heiti útsæðis (stofns) (gildir aðeins um stofnútsæði).

c)

Nafn afbrigðis.

d)

Stærð útsæðis.

e)

Magn (kg).

f)

Nafn og heimilisfang eða númer ræktanda.

g)

Nafn umpökkunaraðila (ef útsæði er umpakkað).

9. gr.

Útsæði sem boðið er til sölu á almennum markaði má ekki vera minna en 28 mm í þvermál. Bil milli neðri og efri marka má ekki vera meira en 15 mm. Fyrir útsæði 35 mm og stærra gildir að stærðarmörk skulu vera margfeldi af 5. Frávik frá uppgefinni stærð mega mest vera 3% undir neðri mörkum miðað við þyngd og mest 3% ofan við efri mörk. Kartöflurnar eiga að vera þurrar, þéttar í sér og má jarðvegur sem við þær loðir mest vera sem svarar 1% af þyngd.

Útsæði sem boðið er til sölu á almennum markaði skal uppfylla þau lágmarksskilyrði sem fram koma í dálknum "nnað útsæði" í viðauka 2. Útsæðið má ekki vera spíruvarið.

10. gr.

Leyfi til sölu útsæðis gildir lengst í 5 ár og fellur þá sjálfkrafa úr gildi, sé eigi sótt um endurnýjun. Einnig fellur leyfið sjálfkrafa úr gildi finnist einhver af þeim skaðvöldum sem nefndir eru í 5. gr. hjá viðkomandi ræktanda og ef fyrirskipuð endurnýjun sbr. 4. gr. hefur ekki farið fram. Við ítrekuð brot á þeim reglum sem felast í 8.-9. gr. skal afturkalla leyfi ræktanda til sölu útsæðis.

IV. KAFLI

Stofnútsæði.

11. gr.

Tilgangur stofnræktunar er einkum að stuðla að framleiðslu á arfhreinu, uppskerumiklu og heilbrigðu útsæði af þeim afbrigðum, sem hér eru mikilvægust í ræktun.

12. gr.

Eftirfarandi heiti skal nota yfir mismunandi áfanga í stofnræktinni:

Vaxtarbroddur (meristem)

Smáhnýði (í gróðurhúsi)

Úrvalsútsæði (S)

Eðalútsæði (E)

Stofnútsæði (A)

Við bókstaf stofnsins skal tengja tölustaf er sýnir á hvaða ári frá upphafi áfangans stofninn er (S1, S2, S3, S4, E1, E2 og E3).

13. gr.

Rannsóknastofnun landbúnaðarins sér um framleiðslu á úrvalsútsæði og eðalútsæði með því m.a. að beita úrvali, vefjaræktun og fjölgun með græðlingum. Stofnunin getur þó í samráði við útsæðisnefnd samið við einstaka útsæðisræktendur um ræktun á eðalútsæði.

14. gr.

Þeir sem óska eftir því að rækta og selja stofnútsæði skulu sækja um það til útsæðisnefndar. Umsækjandi skal hafa leyfi til sölu útsæðis.

Útsæðisnefnd getur takmarkað stofnræktun við ákveðin landsvæði, þar sem smitþungi sjúkdóma og meindýra er minnstur.

15. gr.

Útsæðisnefnd gerir ræktunarsamning við ræktendur stofnútsæðis A. Þar skal m.a. koma fram hvaða afbrigði viðkomandi ræktandi fær í stofnræktun og hversu mikið hann fær að setja niður til framleiðslu á stofnútsæði.

Ræktunarsamningur framlengist sjálfkrafa um eitt ár, sé honum eigi sagt upp fyrir 1. nóvember. Samningurinn fellur þó sjálfkrafa úr gildi missi ræktandi leyfi til sölu útsæðis. Útsæðisnefnd getur sagt upp ræktunarsamningi telji hún að ræktandi standi ekki við umsamda skilmála eða nái ekki viðunandi árangri í ræktun útsæðis.

16. gr.

Rannsóknastofnun landbúnaðarins annast eftirlit með stofnræktinni. Farin skal skoðunarferð um alla stofnræktargarða á tímabilinu 20. ágúst til 1. september. Skulu garðarnir þá uppfylla þau skilyrði sem sett eru í viðauka 1. Önnur skoðunarferð skal farin í febrúar- eða marsmánuði og útsæðið skoðað í geymslum.

17. gr.

Stofnræktandi skal sjá til þess að vel sé hirt um stofnræktargarða og að almennt heilbrigðisástand í kartöflum hjá honum sé gott. Hann skuldbindur sig til að nota ekki annað útsæði en það sem sérfræðingur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hefur samþykkt. Leitast skal við að nota einungis bestu garðlöndin undir stofnræktun og hvíla þau reglulega af kartöfluræktun.

Fjarlægðin frá stofnræktargarði yfir í næsta kartöflugarð sem ekki tilheyrir stofnræktinni skal hið minnsta vera: a) fyrir úrvalsútsæði 50 metrar, b) fyrir eðalútsæði 25 metrar og c) fyrir stofnútsæði A 15 metrar. Fjarlægðin milli mismunandi afbrigða í stofnræktinni skal vera nægileg til að forðast blöndun.

Stofnræktanda er óheimilt að rækta og hafa í geymslu sinni kartöflur af því afbrigði er hann hefur í stofnræktun, nema það sem tilheyrir stofninum.

Stofnræktanda er óheimilt að setja niður innfluttar kartöflur, bæði útsæði og matarkartöflur, og geyma í geymslu sinni innfluttar kartöflur eða kartöflur undan innfluttu útsæði.

18. gr.

Auk þeirra skuldbindinga sem felast í 17. gr., skuldbindur ræktandi E-stofns sig til að rækta ekki eða geyma í geymslu sinni afbrigði er líkjast því afbrigði eða afbrigðum er hann hefur sem E-stofn. Með líkum afbrigðum er átt við, að þau geti saman fallið undir eina af eftirfarandi lýsingum:

a)

gul, hnöttótt,

b)

gul, ílöng,

c)

rauð, hnöttótt.

19. gr.

Útsæðisnefnd getur ákveðið aðgerðir er stuðla að auknum gæðum, t.d. notkun plöntulyfja, og sett það sem skilyrði fyrir viðurkenningu á stofnútsæði, að eftir þeim sé farið.

V. KAFLI

Flutningur, sala og dreifing.

20. gr.

Óheimilt er að flytja kartöfluútsæði með öðrum kartöflum, nema tryggilega sé skilið á milli. Hafi flutningatæki, sem nota skal til flutnings á útsæði, verið notað til flutnings á matarkartöflum, skal það geymslurými sem útsæðið er sett í, sótthreinsað á tryggilegan hátt fyrir flutning útsæðisins.

21. gr.

Til að annast sölu og dreifingu á kartöfluútsæði þarf leyfi landbúnaðarráðuneytisins. Leyfisumsókn skal fylgja umsögn sérfræðings Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í plöntusjúkdómum, er lýsi aðstöðu viðkomandi aðila. Leyfi þessi skulu að jafnaði veitt til fimm ára í senn. Þegar um er að ræða smásölu þar sem útsæðið er fengið frá viðurkenndum dreifingaraðila og selt í órofnum umbúðum, þarf þó ekki sérstakt leyfi.

22. gr.

Þegar um innlent útsæði er að ræða er eingöngu heimilt að taka til sölu eða dreifingar útsæði frá kartöfluræktendum sem hafa fengið leyfi frá landbúnaðarráðuneytinu til sölu á tilteknu afbrigði. Þegar erlent útsæði er flutt til landsins skal fylgja því heilbrigðisvottorð í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum.

23. gr.

Ef sölu- og/eða dreifingaraðili vigtar sundur og selur útsæði í minni umbúðum, skal hann gæta þess að þær upplýsingar sem tilteknar eru í 8. gr. komi fram á eða í þeim umbúðum.

24. gr.

Við dreifingu á kartöfluútsæði skal þess gætt að það komist ekki í snertingu við matarkartöflur eða þá hluti (s.s. pökkunarvélar, bretti, lyftara o.fl.), sem notaðir hafa verið við dreifingu á matarkartöflum, nema því aðeins að sótthreinsun hafi áður farið fram.

Í smásölu skal útsæðið haft aðskilið frá matarkartöflum og skal tilgreina á tryggilegan hátt að um kartöfluútsæði sé að ræða.

25. gr.

Hver sá aðili sem tekur útsæði til dreifingar eða sölu, skal sjá til þess að það uppfylli þau skilyrði sem reglugerð þessi setur. Þegar um beina sölu er að ræða, er það á ábyrgð ræktanda að útsæðið uppfylli þær kröfur sem reglugerðin gerir.

26. gr.

Rannsóknastofnun landbúnaðarins skal fylgjast með því útsæði sem hér er á markaði og kanna þær kvartanir sem kunna að berast vegna útsæðis.

Ef talið er að sölu- og dreifingaraðili fari ekki eftir þeim fyrirmælum sem sett eru í 20.-25. gr., skal leyfi hans til útsæðissölu afturkallað.

VI. KAFLI

Ýmis ákvæði.

27. gr.

Útsæðisnefnd getur veitt útsæðisræktendum undanþágu frá skyldukaupum á útsæði þegar sérstakar ástæður eru taldar til t.d. þegar skortur er á úrvalsútsæði, eðalútsæði eða stofnútsæði A vegna lélegrar uppskeru. Útsæðisnefnd skal fyrir lok marsmánaðar, ár hvert, útbúa lista yfir útsæðisleyfishafa ásamt upplýsingum um afbrigði þeirra og umfang ræktunar.

28. gr.

Brot á reglugerð þessari varðar refsingu samkvæmt lögum nr. 51/1981, um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

29. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum og í samræmi við tilskipun nr. 83/189 EBE um reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða og öðlast þegar gildi. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð um kartöfluútsæði nr. 61/1995.

Landbúnaðarráðuneytinu, 1. júní 1999.

Guðni Ágústsson.

Hjördís Halldórsdóttir.

 

VIÐAUKI I

Hámark mismunandi galla sem finnast mega við sumarskoðun á tímabilinu 20. ágúst til 1. september (hundraðshluti plantna (%)):

 

Sterk

 

 

 

veiru-

Stöngul-

Önnur

 

einkenni

sýki

afbrigði

Úrvalsútsæði (S)

0

0,3

0

Eðalútsæði (E)

0,2

0,5

0,05

Stofnútsæði A

0,5

1,0

0,1

VIÐAUKI II

Kröfur sem gerðar skulu til útsæðis við sölu:

a) Útsæðið skal vera í nýjum (ónotuðum) pokum og merkt skv. 8. gr.

b) Jarðvegur sem við útsæðið loðir má ekki vera meira en 1% af þyngd (sbr. 9. gr.).

c) Lágmarksstærð á útsæði er 28 mm. Bil milli neðri og efri marka má eigi vera meira en

15 mm. Frávik frá uppgefnum stærðarmörkum má ekki vera meira en sem nemur 3% af

þyngd undir neðri mörkum eða 3% af þyngd yfir efri mörkum (sbr. 9. gr.).

d) Útsæðið má ekki vera spíruvarið.

e) Leyfilegt hámark mismunandi galla skal vera sem hér segir miðað við þyngd

(hundraðshluti (%)):

 

Úrvals-

Eðal-

Stofn-

Annað

 

 

útsæði

útsæði

útsæði A

útsæði

 

e1. Votskemmd (stöngulsýki, votrotnun,

frostskemmd) og þurrrotnun (Phoma,

Fusarium, kartöflumygla),

 

1

1

1

4

 

 

 

þar af votskemmd og kartöflumygla.

0,2

0,2

0,2

 

 

 

 

e2. Flatkláði (Streptomyces scabies)

og netkláði er þekur meira en 1/3 af

yfirborðinu.

 

4

4

4

7

 

 

 

e3. Svartkláði (Rhizoctonia solani) og

blöðrukláði (Polyscytalum pustulans)

er þekja meira en 1/10 af yfirborðinu.

 

3

3

3

5

 

 

 

e4. Sköddun dýpri en 3 mm ásamt

þurrum kulda- og hitaskemmdum.

Einfaldar upptökusprungur teljast þó ekki með.

 

3

3

3

5

 

 

 

e5. Innra ryð (veirusjúkdómar).

0

1

2

 

 

 

 

 

e6. Djúpar vaxtarsprungur og alvar-

lega vanskapaðar kartöflur.

3

3

3

5

 

 

 

e7. Samanlagt e1-e6 mest.

6

6

6

12

 

 

 

e8. Samanlagt e2-e3 mest.

5

5

5

10

 

 

 

e9. Vörtukláði (Spongospora subterranea).

0

0

0

 

 

 

 

e10. Íblöndun annarra afbrigða

0

0,05

0,1

2

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica