Landbúnaðarráðuneyti

395/1999

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (2.) breytingu á reglugerð nr. 219/1995

um lífræna landbúnaðarframleiðslu.

1. gr.

Síðasti málsliður 5. gr. breytist sem hér segir:

Ákvæði þetta tekur einnig til birgja og verktaka, sem sjá slíkum fyrirtækjum og býlum fyrir hráefni og unnum vörum, vinnslu sem fram fer á vottuðum býlum og til innflutningsaðila lífrænna afurða sem heimilaðar eru samkvæmt þessari reglugerð.

2. gr.

Við 6. gr. bætist við ný málsgrein svohljóðandi:

Noti umsækjandi svæði eða aðstöðu sem er í eigu eða undir umráðarétti annars aðila skal hann færa sönnur á afnotarétt sinn.

3. gr.

3. mgr. 9. gr. fellur niður.

4. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 10. gr:

1. Fyrsti málsliður 2. mgr. 10. gr. fellur niður.

2. 3. mgr. 10. gr. fellur niður.

3. Við 10. gr. bætast eftirfarandi málsgreinar og verða 3., 4. og 5. mgr. Þær hljóða svo:

Sáðvara, þar með talið fræ, útsæði, laukar og útplöntunarplöntur, skal vera vottuð lífrænt. Með því er átt við að a.m.k. ein kynslóð fræplöntu og/eða foreldris hafi verið ræktuð samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar, en a.m.k. tvær kynslóðir ef um fjölærar jurtir er að ræða.

Hafi framleiðandi sýnt fram á að ekki sé unnt að fá lífræna sáðvöru af hentugu afbrigði viðkomandi tegundar, er heimilt að veita undanþágu frá ákvæði 3. mgr. fram til 31. desember 2000.

Ef rökstudd ástæða er til að ætla að við notkun sáðvöru stafi hætta af tilteknum sjúkdómi eða skaðvaldi, er heimilt að nota varnarefni, sem tilgreind eru í viðauka II með reglugerð þessari.

5. gr.

Á eftir IV. kafla komi nýr kafli sem verði V. kafli með fyrirsögninni: Afurðir villtra jurta og dýra. Grein hans verður 25. gr. og hljóðar svo:

(25. gr.)

Almenn skilyrði.

Villtar jurtir, þar með talin fjallagrös, blóm, söl og annar sjávargróður, er heimilt að votta sem lífrænar afurðir. Söfnunarsvæðið skal vera skráð og skýrt afmarkað og ekki hafa fengið tilbúinn áburð eða önnur efni, sem óheimilt er að nota skv. þessari reglugerð síðustu þrjú ár áður en söfnun fer fram.

Villt, staðbundin dýr á opnum veiði- og söfnunarsvæðum er heimilt að votta lífræn. Söfnunarsvæðið (þ.m.t. fæðukjörlendi) skal vera skýrt afmarkað, þannig að unnt sé að fylgjast með öllu lífsferli dýranna svo að reglubundin úttekt skv. þessari reglugerð sé möguleg.

Nýting villtra jurta og dýra skal miða við sjálfbæra endurnýjun nytjastofna. Nýting skal stuðla að vistfræðilegu jafnvægi og gæta skal verndunar umhverfis í hvívetna.

Gengið skal úr skugga um að söfnunarsvæði sé ómengað. Söfnun skal fara fram í a.m.k. 25 m fjarlægð frá hefðbundinni framleiðslu og mengandi starfsemi skv. nánari reglum sem vottunarstofa setur og í a.m.k. 50 m fjarlægð frá þjóðvegi.

Tiltekinn aðili skal jafnan vera ábyrgur fyrir daglegri umhirðu söfnunarsvæðis og fyrir uppskeru og afurðum villtra jurta og dýra.

6. gr.

V. kafli laganna (Geymsla, flutningur, pökkun og vinnsla) verður VI. kafli, VI. kafli (Vörumerkingar) verður VII. kafli, VII. kafli (Eftirlit með vottunarkerfum) verður VIII. kafli og VIII. kafli (Ýmis ákvæði) verður X. kafli. 1. grein í V. kafla (verðandi VI. kafla) verður 26. gr. og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því svo og tilvitnanir í aðrar greinar.

7. gr.

Tvær nýjar málsgreinar bætast við 32. gr. og hljóða svo:

Heimilt er að nota önnur innihaldsefni úr landbúnaði en framleidd eru með hefðbundnum aðferðum og talin eru upp í lið C í III. viðauka, ef í ljós kemur að þau eru ekki fyrir hendi lífrænt vottuð í nægilegu magni innan EES né í löndum utan þess.

Við veitingu undanþágu samkvæmt 3. mgr. 32. gr. skal landbúnaðarráðuneytið láta einstökum ríkjum og viðkomandi yfirvöldum innan EES í té eftirfarandi upplýsingar: Dagsetningu leyfis, heiti og magn innihaldsefnis, nauðsynlegt magn, ástæður fyrir skortinum, dagsetningu tilkynningar og hvenær frestur rennur út til að koma á framfæri athugasemdum, sem skal vera a.m.k. 30 dagar frá því tilkynning var send út. Komi síðar í ljós að nægar birgðir efnisins eru fyrir hendi er heimilt að afturkalla leyfið eða stytta gildistíma þess.

8. gr.

2. mgr. 40. gr. verður svohljóðandi:

Heimilt er að merkja og auglýsa vöru sem lífrænt framleidda afurð, enda sé varan framleidd samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar. Þó má allt að 5% þunga samsettrar vöru (að salti og íblönduðu vatni undanskildu) vera framleitt í landbúnaði með hefðbundnum aðferðum. Ef minna en 95% og að minnsta kosti 70% af þunga vörunnar er úr lífrænt framleiddum hráefnum má eingöngu vísa til lífrænna framleiðsluhátta í innihaldslýsingu með samskonar letri (stærð og lit) og getið er um önnur efni í lýsingunni. Birta skal í sérstakri yfirlýsingu á sambærilegan hátt hve hár hundraðshluti innihaldsefnanna er framleiddur samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar og vera svohljóðandi: _X% af innihaldsefnum úr landbúnaði voru framleidd í samræmi við reglur um lífræna landbúnaðarframleiðslu". Ef jurtir eða krydd eru minna en 2% af heildarþyngd vörunnar má skrá þau sem "krydd eða jurtir". Ekki má blanda saman sambærilegu hráefni úr lífrænum og hefðbundnum landbúnaði.

9. gr.

B-liður 41. gr. verður svohljóðandi:

fram komi nafn, númer og skráð merki vottunarstofu og fullt nafn og heimilisfang framleiðanda;

10. gr.

Við 44. gr. bætist ný málsgrein sem hljóðar svo:

Viðurkenndir eftirlitsaðilar skulu fullnægja kröfum sem felast í skilyrðum staðalsins EN 45011 frá 26. júní 1989.

11. gr.

Á eftir VII. kafla (verðandi VIII. kafla) komi nýr kafli sem verði IX. kafli með fyrirsögninni: Innflutningur lífrænna landbúnaðarafurða. Grein hans hljóðar svo:

Um innflutning lífrænna landbúnaðarafurða gilda lög nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum enda uppfylli þær skilyrði þessarar reglugerðar.

Innflutningur lífrænna landbúnaðarafurða frá löndum utan EES er heimilaður ef þau eru á skrá í V. viðauka þessarar reglugerðar.

Landbúnaðarráðuneytið getur veitt undanþágu til innflutnings lífrænna landbúnaðarafurða frá löndum sem ekki eru á skrá í V. viðauka að því tilskildu að innflytjandi sýni fram á með fullnægjandi gögnum að afurðin hafi verið framleidd og vottuð samkvæmt kröfum sem uppfylla ákvæði þessarar reglugerðar.

Hverri vörusendingu lífrænna landbúnaðarafurða skal fylgja vottorð gefið út af opinberum eftirlitsaðila eða öðrum löggiltum eftirlitsaðila viðkomandi lands.

12. gr.

Eftirfarandi efni bætast við í I. viðauka:

Afurðir til notkunar í áburði og jarðnæringu:

Heiti

Lýsing: kröfur um samsetningu; notkunarskilyrði

Moltnað húsasorp

- molta úr flokkuðu húsasorpi

 

- aðeins úrgangur úr jurta- og dýraríki

 

- framleitt í lokuðu söfnunarkerfi undir eftirliti sem viðkomandi aðildarríki samþykkir

 

- hámarksmagn í mg í hverju kg þurrefnis: kadmíum 0.7, kopar 70, nikkel 25, blý 45,

 

- sink 200, kvikasilfur 0.4, króm (alls) 70, króm (VI) 0 (ákvörðunarmörk)

 

- aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002

 

- viðkomandi eftirlitsaðilar eða yfirvöld skulu viðurkenna þörfina

Leir (t.d. perlusteinn, vermíkúlítt o.s.frv.)

 

Skinn

- hámarksmagn króms (VI) í mg í hverju kg þurrefnis: 0

Kalkleðja frá sykurhreinsunarstöðvum

- viðkomandi eftirlitsaðili eða yfirvöld skulu viðurkenna þörfina

 

- aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002

13. gr.

Eftirfarandi efni bætast við í II. viðauka:

Efni til notkunar í gildrum og/eða skömmturum:

Almenn skilyrði:

- gildrurnar og/eða skammtararnir skulu hindra að efnin komist út í umhverfið og koma í veg fyrir að þau komist í snertingu við plönturnar sem verið er að rækta.

- safna ber gildrunum saman að notkun lokinni og farga þeim á öruggan hátt.

Heiti

Lýsing: kröfur um samsetningu; notkunarskilyrði

Díammoníumfosfat

- aðdráttarefni

 

- einungis í gildrum og skömmturum

Pýretróíð (eingöngu deltametrín

- skordýraeitur

eða lambdasýhalótrín)

- ingöngu í gildrum sem innihalda sérstök aðdráttarefni

 

- ingöngu gegn Batroceraoleae og Ceratitis capitata wied

 

- viðkomandi eftirlitsaðili eða yfirvöld skulu viðurkenna þörfina

 

- aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002

Önnur efni sem hefðbundin notkun er fyrir í lífrænum búskap

Heiti

Lýsing: kröfur um samsetningu; notkunarskilyrði

Kopar sem koparhýdroxíð, kopar-

- sveppaeyðir

oxýklóríð, (þríbasískt) koparsúlfat,

- aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002

kúpróoxíð

- viðkomandi eftirlitsaðili eða yfirvöld skulu viðurkenna þörfina

Etýlen

- efni til að þroska banana

Kalíumsalt af fitusýrum (grænsápa)

- skordýraeitur

Kalíumálún (kulínít)

- efni sem kemur í veg fyrir þroska banana

Brennisteinskalk

- sveppaeyðir, skordýraeitur, mauraeitur

(kalsíumpólýsúlfíð)

- einungis til meðferðar á ávaxtatrjám, ólífutrjám og vínviði á vetrum

Steinolía

- skordýraeitur, mauraeitur

Jarðolíur

- skordýraeitur, sveppaeyðir

 

- einungis fyrir ávaxtatré, vínvið, ólífutré og ræktun í hitabeltinu (t.d. banana)

 

- aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002

 

- viðkomandi eftirlitsaðili eða yfirvöld skulu viðurkenna þörfina

Kalíumpermanganat

- sveppaeyðir, gerlaeyðir

 

- einungis fyrir ávaxtatré, ólífutré og vínvið

Kvarssandur

- fráhrindandi efni

Brennisteinn

- sveppaeyðir, mauraeitur, fráhrindandi efni

14. gr.

Nýr hluti bætist við IV. viðauka og hljóðar hann svo:

3. hluti:

Innihaldsefni úr landbúnaði sem ekki eru framleidd með lífrænni aðferð en heimilt er að nota í lífrænni framleiðslu.

A. 1.Steinefni (þar með talin snefilefni), vítamín, amínósýrur og önnur köfnunarefnissambönd eru aðeins leyfð að því tilskildu að lög mæli fyrir um notkun þeirra í viðkomandi matvælum.

B. 1. Sérstök skilyrði um notkun eftirtalinna efna:

Natríumhýdroxíð

Sykurframleiðsla

 

Olíuframleiðsla úr repjufræi (Brassica spp.) einungis fram til

 

31. mars 2002.

C.1. Óunnar afurðir úr jurtaríkinu og einnig afurðir unnar úr þeim með aðferðum sem valda því að rakainnihald afurðarinnar minnkar.

C.1.1. Neysluhæfir ávextir, hnetur og fræ:

Kókoshnetur

Jarðhnetur

Parahnetur

Rósaaldin

Kasúhnetur

Seljuþyrnar (sallowthorns)

Döðlur

Bláber

Ananas

Hlynsýróp

Mangó

Kínóa

Papaya

Amarant

Þyrniplómur

Piparrótarfræ

Kakó

Graskersfræ

Marakúja (ástaraldin)

Furufræ

Kólahnetur

Hreðkufræ

C.1.2 Neysluhæft krydd og kryddjurtir:

Litla galanga

Allrahanda

C.1.3. Kornvörur:

Hirsi

Villt hrísgrjón (Zizania plauspra)

C.1.4. Olíufræ og olíurík aldin:

Sesamfræ

C.1.5. Ýmislegt:

Þörungar, þar með talinn sjávargróður

C.2. Matjurtaafurðir, unnar með aðferðum sem um getur í skilgreiningu í

b-lið 2. mgr.

C.2.1. Fituefni og olíur, hreinsaðar eða óhreinsaðar, en sem ekki hefur verið efnafræðilega umbreytt úr öðrum plöntum en:

Ólífu

Sólrós

C.2.2. Sykur, sterkja, aðrar afurðir úr korni og rótarhnýði:

Reyrsykur og rófusykur

Sterkja úr korni og rótarhnýði sem ekki hefur verið efnafræðilega umbreytt

Hríspappír

Glúten

C.2.3. Ýmislegt:

Sítrónusafi

Edik úr gerjuðum drykkjum öðrum en víni

C.3. Afurðir úr dýraríkinu:

Hunang

Gelatín

Mjólkurduft og undanrennuduft

Neysluhæfar lagarlífverur sem ekki eru úr sjávardýraeldi

15. gr.

Á eftir IV. viðauka komi nýr viðauki sem verði V. viðauki og hljóðar svo:

Skrá yfir lönd utan ESB þar sem eftirlitsskerfi með lífrænni landbúnaðarframleiðslu hafa verið viðurkennd:

Argentína

1. Afurðaflokkar:

a) óunnar ræktunarafurðir í skilningi ákvæða um framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða.

b) matvæli sem eru aðallega samsett úr einu eða fleiri innihaldsefnum úr jurtaríkinu samkvæmt skilningi ákvæða um framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða,

2. Uppruni: afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki b) hafa verið ræktuð í Argentínu.

3. Eftirlitsaðilar: "Instituto Argentino para la Certificación y Promoción Agropecuraios Orgánicos SRL (Argencert)" og "Organización Internacional Agropecuaria (OIA)"

4. Aðili sem gefur út vottorð: Sjá 3. lið.

5. Gildistími viðbótar: 30. júní 2000.

Ástralía

1. Afurðaflokkar:

a) óunnar ræktunarafurðir í skilningi ákvæða um framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða,

b) matvæli sem eru aðallega samsett úr einu eða fleiri innihaldsefnum úr jurtaríkinu í skilningi ákvæða um framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða.

2. Uppruni: afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki b) hafa verið ræktuð í Argentínu.

3. Eftirlitsaðili: "Australian quarantine and inspection service (AQUIS)".

4. Aðili sem gefur út vottorð: Sjá 3. lið.

5. Gildistími viðbótar: 30. júní 2000.

Ungverjaland

1. Afurðaflokkar:

a) óunnar ræktunarafurðir í skilningi ákvæða um framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða,

b) matvæli sem eru aðallega samsett úr einu eða fleiri innihaldsefnum úr jurtaríkinu í skilningi ákvæða um framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða.

2. Uppruni: afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki b) hafa verið ræktuð í Ungverjalandi.

3. Eftirlitsaðilar: "Biokultura Asocioaton" og "SKAL".

4. Aðili sem gefur út vottorð: "Biokultura Asocioaton" og "SKAL" (skrifstofa í Ungverjalandi).

5. Gildistími viðbótar: 30. júní 2000.

Ísrael

1. Afurðaflokkar:

a) óunnar ræktunarafurðir í skilningi ákvæða um framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða,

b) matvæli sem eru aðallega samsett úr einu eða fleiri innihaldsefnum úr jurtaríkinu í skilningi ákvæða um framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða.

2. Uppruni: afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki b) hafa verið ræktuð í Ísrael.

3. Eftirlitsaðilar: "Ministry of Agriculture, Plant Protection and Inspection Services (PPIS)" eða "Ministry of Industry and Trade, Food and Vegetable Products, Export Foodstuffs Inspection Services".

4. Aðili sem gefur út vottorð: Sjá 3. lið.

5. Gildistími viðbótar: 30. júní 2000.

Sviss

1. Afurðaflokkar:

a) óunnar ræktunarafurðir í skilningi ákvæða um framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða.

b) matvæli sem eru aðallega samsett úr einu eða fleiri innihaldsefnum úr jurtaríkinu í skilningi ákvæða um framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða.

2. Uppruni: afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki b) hafa verið ræktuð í Sviss eða flutt til Sviss:

- frá Evrópubandalaginu,

- eða frá þriðja landi innan ramma fyrirkomulags sem viðurkennt er að sé jafngilt ákvæðum þessarar reglugerðar,

- eða frá þriðja landi þegar landbúnaðarráðuneytið hefur viðurkennt í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar að sama afurð hafi verið framleidd og skoðuð í viðkomandi þriðja landi og uppfylli ákvæði þessarar reglugerðar.

3. Eftirlitsaðilar: "Vereignung Schweizerischer Biologischer Landbauorganisationen (VSBLO)","Institut fur Marktökilogic (IMO)" og "Forsschunginstitut für Biologischen Landbau (FIBL)".

4. Aðili sem gefur út vottorð: Sjá 3. lið.

5. Gildistími viðbótar: 31. desember 2002.

16. gr.

Reglugerð þessi er sett í samræmi við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2092/91 um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða og merkingar þar að lútandi á landbúnaðarafurðum og matvælum sbr. breytingar á þeirri reglugerð með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1935/95, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 418/96, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 522/96, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 314/97, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 345/97, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1488/97, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1367/98 að hluta og samkvæmt heimild í lögum nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 10. júní 1999.

Guðni Ágústsson.

Sigríður Norðmann.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica