Landbúnaðarráðuneyti

127/1958

Reglugerð um meðferð búfjár við rekstur og flutning með vögnum, skipum og flugvélum - Brottfallin

1. gr.

Við rekstur og flutning skal ávallt sýna búfé fyllstu nærgætni, svo að því líði eins vel og kostur er.

2. gr.

Ef reka þarf hross um langan veg, t. d. vegna sölu eða útflutnings, skal járna þau áður en þau fara úr heimahögum, en draga skal undan þeim áður en þau fara á skipsfjöl.

Búfé, sem flytja á með skipi, skal njóta hvíldar á útskipunarhöfn í einn sólar­hring að minnsta kosti áður en það er flutt á skipsfjöl. Gildir einu, hvort gripirnir eru reknir eða fluttir á vögnum til úttskipunarhafnar, ef um verulega vegalengd er að ræða.

 

3. gr.

Búfé, sem flutt er með skipum, skal geyma í rúmgóðum, traustum stíum, básum eða kössum undir þiljum. Á tímabilinu frá 15. júní til 30. september má þó flytja búfé ofan þilja, en þess skal þá gætt, að það sé varið gegm stormi og ágjöf með traustum tjaldseglum.

Áður en skipstjóri tekur búfé til flutnings skulu eigendur eða umráðamenn þess láta af hendi ríflegt og gott fóður, er nægi til allrar ferðarinnar að dómi við­komandi héraðsdýralæknis eða hreppstjóra. Skipstjóri skal sjá fyrir nægum vatns­birgðum.

Ef margir gripir eru fluttir samtímis, skal velja gripi af svipaðri stærð og aldri saman í stíu. Eigi skal hafa fleiri 6 stórgripi saman í stíu og eigi fleira sauðfé en 12.

Stíubotna og bása skal strá sandi, heyi eða moði eða draga úr hálku á annan líkan hátt.

Grindur og milligerðir skulu gerðar úr traustum, sléttum viði, án skarpra brúna eða horna, sem meitt geta skepnurnar, og svo þéttar, að eigi sé hætta á, að skepnur festi fætur í þeim. Skipstjórar skulu gæta þess að hafa nægan og vanan mannafla til hirðingar og eftirlits meðan á flutningi stendur.

 

4. gr.

Þegar stórgripir eru fluttir með bifreiðum, skal leitast við að nota til þess yfir­byggðar eða yfirtjaldaðar bifreiðar, sem veiti gripunum skjól og birgi þeim útsýn, en jafnframt skal þess gætt að loftræsting sé nægileg.


Nautgripi og tamin hross skal binda tryggilega með múlbandi meðan á flutningi stendur. Til þess að draga úr hálku skal ávallt strá flutningspall sandi, heyi eða tréspónum. Meðan á flutningi stendur skal sérstakur gæzlumaður hafa eftirlit með gripunum.

Ef um einstaka gripi er að ræða, má flytja þá í traustum kössum eða básum. Hliðar slíkra flutningsbása skulu sléttar og þétt klæddar, hæð eigi minni en 1.20 cm, nema fyrir ungviði, enda séu hliðar þá jafnan svo háar, að skepnan geti staðið eðlilega án þess að ná upp fyrir þær. Meðan á flutningi stendur skal skýla grip­unum með seglum og ábreiðum.

Þegar margir gripir eru fluttir í einu, má flytja þá í stíum, og skal velja saman í stíu gripi of svipaðri stærð og aldri.

Að vetrarlagi skal ávallt flytja gripi í yfirbyggðum eða yfirtjölduðum bifreiðum.  Hrossum skal eigi ætla skemmri hvíld en einn sólarhring að loknum flutningi með bifreið eða skipi.

Hryssur og kýr, sem komnar eru að burði, má ekki flytja með skipum eða bifreiðum.

 

 

5. gr.

Sýna skal sauðfé fyllstu nærgætni við smölun og rekstur, og forðast ber að hundbeita það um nauðsyn fram.

Þegar sauðfé eða svín eru flutt með bifreiðum, skal ávallt hafa gæzlumann hjá gripunum, jafnvel þó að um skamman flutning sé að ræða.

Bifreiðar þær, sem ætlaðar eru til sauðfjárflutninga, skal útbúa sérstaklega til þeirra nota. Pallgrindue skulu þéttar og sléttar og eigi lægri en 90 cm. Flutnings­pall skal hólfa sundur mcð traustum grindum í stíur, er rúmi eigi yfir 12 kindur. Dyraumbúnaður skal vera traustur og öruggur.  Þegar um langan flutning er að ræða (yfir 50 km), skal flutningspallur hólfaður undir í miðju að endilöngu, svo að engin stía nái yfir þveran flutningspall. Flutningspall eða stíur skal strá hæfilega miklum sandi eða heyi til þess að draga úr hálku.

Leitast skal við að flytja fé á meðan dagsbirtu nýtur. Verði þvi ekki við komið, skal hafa ljós á bifreiðarpalli, svo að vel sjáist um allan pallinn meðan á flutningi stendur.

Til þess að forðast hnjask, mar og meiðsli skal búaa svo um, að unnt sé að reka búfé á flutningspall og af honum aftur.

 

6. gr.

Hunda, ketti, grísi og fugla skal flytja í kössum svo rúmum, að dýrin geti staðið og legið í þeim. Ein hlið kassans eða lok skal gert úr neti eða rimlum til þess að tryggja næga loftrás.

Ef flutningur tekur lengri tíma en 12 klukkustundir, skal sjá dýrunum fyrir nægu fóðri og vatni til drykkjar. Fugla má ekki flytja bundna, hefta eða í pokum.

 

7. gr.

Með flugvélum má einungis flytja dýr, sem eru fullkomlega heilbrigð. Dýr, sem komin eru að burði, má ekki flytja með flugvélum.

Vanda skal umbúnað sem bezt svo að engin hætta sé á þvi, að dýrin losni meðan á flugferð stendur.

Svo skal um búa, að hægt sé að fóðra dýrin án þess að taka þau úr stíum eða búrum, þar sem þau eru geymd. Búr og stíur skulu vera svo rúmgóðar, að dýrin geti staðið og lagst í þeim eftir vild.

Ef fóðra þarf dýr meðan á flutningi stendur, skal eigandi sjá um, að þeim fylgi hentugt og gott fóður, ásamt leiðbeiningum um, hvernig fóðrun skuli háttað.


Sé flogið í mikilli hæð, skal geyma dýr í þeim hluta flugvélarinnar, þar sem er hæfilegur hiti og loftþrýstingur.

 

8. gr.

Um má1, er varða brot á reglugerð þessari og refsingar fyrir þau, fer samkvæmt 21. gr. laga um dýravernd nr. 21 13. apríl 1957.

 

9. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 21 13. april 1957 og öðlast þegar gildi.

 

 

Í menntamálaráðuneytinu, 6. september 1958

 

F. h. r.

Birgir Thorlacius.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica