Landbúnaðarráðuneyti

579/1999

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 398/1995 um áburð og jarðvegsbætandi efni

yle='text-align:center'>1. gr.

Við viðauka 1, A hluta, sem ber yfirskriftina "Eingildur áburður, sem aðeins inniheldur eitt aðalnæringarefni, 1 köfnunarefni" bætast töluliðirnir 1e, 15b, 15c og 18 eftir því sem við á og um getur í viðauka I við þessa reglugerð. Töluliður 15 í núgildandi reglugerð verður töluliður 15a í samræmi við breytinguna.

2. gr.

Við viðauka 1, C hluta, sem ber yfirskriftina "Áburður með aukanæringarefnin kalk, magnesíum eða brennistein sem aðaluppistöðu" bætast töluliðirnir 5.2. og 5.3. eftir því sem við á og um getur í viðauka II með þessari reglugerð.

3. gr.

Við viðauka 5, A hluta, sem ber yfirskriftina "Eingildur áburður. Frávik í N, P, K, og Cl", undir lið 1, sem ber yfirskriftina "Köfnunarefnisáburður N" bætist eftirfarandi vara og vikmörk:

Þvagefnisammóníumsúlfat

0,5%

Kalknítrat í vökvaformi

0,4%

Köfnunarefnisáburðarlausn með þvagefnisformaldehýði

0,4%

Köfnunarefnisáburðarupplausn með þvagefnisformaldehýði

0,4%

4. gr.

Reglugerð þessi er sett í samræmi við tilskipun ráðsins (EBE) nr. 116/76 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um tilbúinn áburð, sbr. breytingar á þeirri reglugerð með tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 28/96 og 3/98 og samkvæmt heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 30. ágúst 1999.

Guðni Ágústsson.

Dís Sigurgeirsdóttir.

 

(Sjá nánar VIÐAUKA I og II í Stjórnatíðindum)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica