Atvinnuvegaráðuneyti

1245/2025

Reglugerð um (47.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

9. viðauka við reglugerðina er breytt í samræmi við viðauka sem birtur er með reglugerð þessari.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/1079 frá 2. júní 2025 um breytingu á tilskipunum 2003/90/EB og 2003/91/EB að því er varðar aðferðarlýsingar vegna athugana á tilteknum yrkjum nytjaplantna og grænmetistegunda í landbúnaði sem tekin var inn í III. kafla I. viðauka við EES samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2025 frá 24. október 2025. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 75 frá 27. nóvember 2025, bls. 201.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

Reglugerðin öðlast þegar gildi en kemur til framkvæmda 1. janúar 2026.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 27. nóvember 2025.

F. h. r.

Bryndís Hlöðversdóttir.

Svava Pétursdóttir.

B deild - Útgáfudagur: 28. nóvember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica