Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

170/2019

Reglugerð um (91.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/982 frá 11. júlí 2018 um leyfi fyrir blöndu með bensósýru, kalsíumformati og fúmarsýru sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur (leyfishafi er Novus Europe N.A./S.V.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 227/2018, frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85, frá 20. desember 2018. bls. 25.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/983 frá 11. júlí 2018 um leyfi fyrir bensósýru sem fóðuraukefni fyrir aukategundir svína til eldis og til undaneldis (leyfishafi er DSM Nutritional Products Sp. z. o. o.). Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 227/2018, frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85, frá 20. desember 2018, bls. 29.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1039 frá 23. júlí 2018 um leyfi fyrir kopar(II)díasetatmónóhýdrati, kopar(II)karbónatdíhýdroxýmónóhýdrati, kopar(II)klóríðdíhýdrati, kopar(II)oxíði, kopar(II)súlfatpentahýdrati, kopar(II)klósambandi af amínó­sýru­hýdrati, kopar(II)klósambandi af vatnsrofsmyndefnum prótína, kopar(II)klósambandi af glýsínhýdrati (fast efni) og kopar(II)klósambandi af glýsínhýdrati (fljótandi) sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1334/2003, (EB) nr. 479/2006 og (ESB) nr. 349/2010 og framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 269/2012, (ESB) nr. 1230/2014 og (ESB) 2016/2261. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 227/2018, frá 5. desember 2018. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85, frá 20. desember 2018, bls. 33.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáð­vöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. febrúar 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica