Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

893/2018

Reglugerð um (90.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/129 frá 25. janúar 2018 um leyfi fyrir L-arginíni, sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum KCCM 80099, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2018, frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, frá 26. júlí 2018, bls. 23.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/130 frá 25. janúar 2018 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa (EC 3.2.1.8), sem er framleiddur með Trichoderma reesei (BCCM/MUCL 49755), sem fóðuraukefni fyrir eldissvín (leyfishafi er Berg and Schmidt GmbH Co. KG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2018, frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, frá 26. júlí 2018, bls. 27.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/183 frá 7. febrúar 2018 að því er varðar synjun um leyfi fyrir formaldehýði, sem tilheyrir virku hópunum rotvarnarefni og efni sem bæta hollustusamlegt ástand, sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2018, frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 23. ágúst 2018, bls. 233.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/327 frá 5. mars 2018 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa (EC 3.2.1.8), sem er framleiddur með Tricho­derma citrinoviride Bisset (IMI SD135), sem fóðuraukefni fyrir vatnakarpa (leyfishafi er Huve­pharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 130/2018, frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 49, frá 26. júlí 2018, bls. 30.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/328 frá 5. mars 2018 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis DSM 29784 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur (leyfishafi er Adisseo France SAS). Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2018, frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 49, frá 26. júlí 2018, bls. 33.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/338 frá 7. mars 2018 um leyfi fyrir blöndu með 6-fýtasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger (DSM 25770), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, eldissvín, gyltur, aukategundir svína til eldis eða undaneldis, eldiskalkúna, kalkúna sem eru aldir til undaneldis, allar aðrar fuglategundir (að undanskildum varpfuglum) og fráfærugrísi (leyfis­hafi er BASF SE). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 127/2018, frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, frá 26. júlí 2018, bls. 16.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/346 frá 5. mars 2018 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus buchneri NRRL B-50733 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2018, frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 49, frá 26. júlí 2018, bls. 36.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/347 frá 5. mars 2018 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-1079 sem fóðuraukefni fyrir smágrísi og gyltur og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1847/2003 og (EB) nr. 2036/2005 (leyfishafi er Danstar Ferment AG, fulltrúi er Lallemand SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 127/2018, frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, frá 26. júlí 2018, bls. 20.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/353 frá 9. mars 2018 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/1145 um töku tiltekinna fóðuraukefna af markaði, sem voru heimiluð samkvæmt tilskipunum ráðsins 70/524/EBE og 82/471/EBE, og um niðurfellingu á úreltum ákvæðum sem heimila þessi fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2018, frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 23. ágúst 2018, bls. 309.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. september 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica