Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

323/2018

Reglugerð um (86.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/873 frá 22. maí 2017 um leyfi fyrir L-trýptófani, sem er framleitt með Escherichia coli, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 26.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/895 frá 24. maí 2017 um leyfi fyrir blöndu með 3-fýtasa, sem er framleiddur með Komagataella pastoris (CECT 13094), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og varphænur (leyfishafi er Fertinagro Nutri­entes S.L.) Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 30.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/896 frá 24. maí 2017 um leyfi fyrir blöndu með 6-fýtasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (ATCC SD-6528), sem fóðuraukefni í föstu formi fyrir allar alifuglategundir og allar tegundir svína (aðrar en mjólkurgrísi) (leyfishafi er Danisco (UK) Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 33.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/912 frá 29. maí 2017 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus plantarum DSM 29024 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 36.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/913 frá 29. maí 2017 um leyfi fyrir blöndu með fúmónísínesterasa, sem er framleiddur með Komagataella pastoris (DSM 26643), sem fóðuraukefni fyrir allar fuglategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 39.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/930 frá 31. maí 2017 um leyfi fyrir blöndu með örverustofni DSM 11798 af ættinni Coriobacteriaceae sem fóður­aukefni fyrir allar fuglategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1016/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 42.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/940 frá 1. júní 2017 um leyfi fyrir maurasýru sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 46.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/950 frá 2. júní 2017 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1068/2011 að því er varðar lágmarksinnihald blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger (CBS 109.713), og endó-1,4-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger (DSM 18404), sem fóðuraukefni fyrir kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og allar fuglategundir til varps (leyfishafi er BASF SE). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 49.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/961 frá 7. júní 2017 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium CECT 4515 sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi og um nýja notkun í drykkjarvatn fyrir fráfærugrísi og eldiskjúklinga og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2036/2005 og reglugerð (ESB) nr. 887/2011 (leyfishafi er Evonik Nutrition & Care GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 53.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/962 frá 7. júní 2017 um að fella tímabundið úr gildi leyfi fyrir etoxýkíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og flokka dýra. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 59.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/963 frá 7. júní 2017 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Aspergillus aculeatinus (áður flokkaður sem Aspergillus aculeatus) (CBS 589.94), endó-1,4-beta­glúkanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (áður flokkaður sem Trichoderma longibrachiatum) (CBS 592.94), alfaamýlasa, sem er framleiddur með Bacillus amyloliquefiaciens (DSM 9553), endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma viride (NIBH FERM BP4842) og basillólýsíni, sem er framleitt með Bacillus amylolique­faciens (DSM 9554), sem fóðuraukefni fyrir allar fuglategundir og fráfærugrísi og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 358/2005 og (ESB) nr. 1270/2009 (leyfishafi er Kemin Europa NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 64.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1006 frá 15. júní 2017 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1206/2012 að því er varðar breytingu á framleiðslustofninum í blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Aspergillus oryzae (DSM 10287), sem fóðuraukefni fyrir alifugla sem eru aldir til slátrunar, fráfærugrísi og eldissvín (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 157.
  13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1007 frá 15. júní 2017 um leyfi fyrir blöndu með lesitínum sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 72.
  14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1008 frá 15. júní 2017 um leyfi fyrir blöndu með Lactococcus lactis PCM B/00039, Carnobacterium divergens PCM KKP 2012p, Lactobacillus casei PCM B/00080, Lactobacillus plantarum PCM B/00081 og Saccharomyces cerevisiae PXM KKP 2059p sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er JHJ Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 75.
  15. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1017 frá 15. júní 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 68/2013 um skrána yfir fóðurefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 85.
  16. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1086 frá 19. júní 2017 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 634/2007 að því er varðar lýsingu á eiginleikum selen­meþíóníns sem er framleitt með Saccharomyces cerevisiae NCYC R397. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 213/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 80.
  17. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1126 frá 23. júní 2017 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 903/2009 og framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 373/2011, (ESB) nr. 374/2013 og (ESB) nr. 1108/2014 að því er varðar nafn fulltrúa leyfishafans í ESB fyrir blöndu með Clostridium butyricum (FERM-BP 2789). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 213/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 82.
  18. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1490 frá 21. ágúst 2017 um leyfi fyrir manganklóríðtetrahýdrati, mangan(II)oxíði, mangansúlfatmónóhýdrati, mangan kló­sambandi af amínósýruhýdrati, manganklósambandi af vatnsrofsmyndefnum prótína, mangan­klósambandi af glýsínhýdrati og dímanganklóríðtríhýdroxíði sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 161.
  19. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1492 frá 21. ágúst 2017 um leyfi fyrir kólekalsíferóli sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 175.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáð­vöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. mars 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica