Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

278/2017

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum.

1. gr.

9. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Matvælastofnun er heimilt að leyfa innflutning á plöntum og öðrum vörum sem falla undir a. - e. lið 1. mgr. 4. gr. í vísinda- og fræðatilgangi eða af öðrum ástæðum, enda sé tryggt að engir skað­valdar berist til landsins við innflutning. Heimilt er að setja skilyrði fyrir innflutningnum sem umsækj­andi skuldbindur sig til að hlíta, svo sem um sótthreinsun, ræktun í sóttkví o.fl. Umsóknir skulu berast Matvælastofnun skriflega ásamt rökstuðningi fyrir nauðsyn innflutnings.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum í plöntum, nr. 51/1981. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 31. mars 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Baldur Arnar Sigmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica