Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

212/2017

Reglugerð um (80.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

 1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/997 frá 21. júní 2016 um leyfi fyrir endó-1,4-betaxýlanasa EC 3.2.1.8, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (ATCC PTA 5588), og endó-1,3(4)-betaglúkanasa EC 3.2.1.6, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (ATCC SD 2106), sem fóðuraukefni fyrir mjólkandi gyltur og auka­tegundir svína (leyfishafi er Danisco (UK) Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samn­ing­inn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 222/2016, frá 2. desember 2016. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 102.
 2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/973 frá 17. júní 2016 um leyfi fyrir sinkbislýsínati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 222/2016, frá 2. des­ember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 98.
 3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/972 frá 17. júní 2016 um leyfi fyrir L-arginíni sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum KCTC 10423BP, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 222/2016, frá 2. desember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 95.
 4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/900 frá 8. júní 2016 um leyfi fyrir bensósýru sem fóðuraukefni fyrir gyltur (leyfishafi er DSM Nutritional Product Sp. z o. o.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 221/2016, frá 2. desember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 92.
 5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/899 frá 8. júní 2016 um leyfi fyrir 6-fýtasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (ATCC SD-6528), sem fóður­aukefni fyrir allar alifuglategundir og allar tegundir svína (aðrar en mjólkurgrísi) (leyfis­hafi er Danisco (UK) Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 221/2016, frá 2. desember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 89.
 6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/898 frá 8. júní 2016 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus licheniformis (ATCC 53757) og prótínkljúfi hennar (EC 3.4.21.19) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og aukategundir alifugla til eldis og til varps og fyrir skrautfugla (leyfishafi er Novus Europe SA/NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 221/2016, frá 2. desember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 85.
 7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/896 frá 8. júní 2016 um leyfi fyrir járnnatríumtartrati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 221/2016, frá 2. desember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 77.
 8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1007 frá 22. júní 2016 um leyfi fyrir ammóníumklóríði sem fóðuraukefni fyrir jórturdýr, önnur en eldislömb, ketti og hunda (leyfishafi er Latochema Co. Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 222/2016, frá 2. desember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 105.
 9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1220 frá 26. júlí 2016 um leyfi fyrir L-þreóníni, sem er framleitt með Escherichia coli, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 224/2016, frá 2. desember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 129.
 10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/973 frá 17. júní 2016 um leyfi fyrir sinkbislýsínati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 222/2016, frá 2. des­ember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 98.
 11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1095 frá 6. júlí 2016 um leyfi fyrir sinkasetatdíhýdrati, vatnsfríu sinkklóríði, sinkoxíði, sinksúlfatheptahýdrati, sink­súlfat­mónóhýdrati, vötnuðu sinkklósambandi amínósýra, sinkklósambandi vatns­rofs­myndefna prótína, sinkklósambandi glýsínhýdrats (fast efni) og sinkklósambandi glýsín­hýdrats (fljótandi) sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á reglu­gerðum (EB) nr. 1334/2003, (EB) nr. 479/2006, (ESB) nr. 335/2010 og fram­kvæmdar­reglugerðum (ESB) nr. 991/2012 og (ESB) nr. 636/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 223/2016, frá 2. desember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 108.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. mars 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica