Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

470/2016

Reglugerð um (78.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvæða sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2304 frá 10. desember 2015 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa og endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem eru framleiddir með Talaromyces versatilis sp. nov. IMI CC 378536 og Talaromyces versatilis sp. nov. DSM 26702, sem fóðuraukefni fyrir eldiskalkúna og kalkúna sem eru aldir til undaneldis (leyfishafi er Adisseo France S.A.S.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2016 frá 30. apríl 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27, frá 12. maí 2016, bls. 735.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2305 frá 10. desember 2015 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaglúkanasa (ECC 3.2.1.4), sem er framleiddur með Trichoderma citrinoviride Bisset (IM SD142), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, aukategundir alifugla til eldis og fráfærugrísi og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 2148/2004 og (EB) nr. 1520/2007 (leyfishafi er Huvepharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2016 frá 30. apríl 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27, frá 12. maí 2016, bls. 739.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2306 frá 10. desember 2015 um leyfi fyrir L-systeínhýdróklóríðmónóhýdratí sem fóðuraukefni fyrir ketti og hunda. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2016 frá 30. apríl 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 27, frá 12. maí 2016, bls. 742.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2307 frá 10. desember 2015 um leyfi fyrir menadíónnatríumbísúlfíti og menadíónnikótínamíðbísúlfiti sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 70/2016 frá 30. apríl 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27, frá 12. maí 2016, bls. 745.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2382 frá 17. desember 2015 um leyfi fyrir blöndu með alfagalaktósíðasa (EC 3.2.1.22), sem er framleiddur með Saccharomyces cerevisiae (CBS 615.94), og fyrir endó-1,4-betaglúkanasa (EC 3.2.1.4), sem er framleiddur með Aspergillus niger (CBS 120604), sem fóðuraukefni fyrir varphænur og aukategundir alifugla til varps (leyfishafi er Kerry Ingredients and Flavours). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2016 frá 30. apríl 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27, frá 12. maí 2016, bls. 750.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/104 frá 27. janúar 2016 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae MUCL 39885 sem fóðuraukefni fyrir auka­tegundir jórturdýra til eldis og til mjólkurframleiðslu (leyfishafi er Prosol SpA). Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2016 frá 30. apríl 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 27, frá 12. maí 2016, bls. 753.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. maí 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica