Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

955/2014

Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í XIII. kafla II. við­auka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sam­eigin­legu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 19/2014 frá 10. janúar 2014 um breytingu á viðaukanum við reglugerð (ESB) nr. 37/2010 um lyfja­fræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í mat­vælum úr dýraríkinu í tengslum við efnið klóróform. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2014, frá 26. september 2014. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 64, 30. október 2014, bls. 267.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 20/2014 frá 10. janúar 2014 um breytingu á viðaukanum við reglugerð (ESB) nr. 37/2010 um lyfja­fræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í mat­vælum úr dýraríkinu í tengslum við efnið bútafosfan. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2014, frá 26. september 2014. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 64, 30. október 2014, bls. 269.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breyt­ingum.

3. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. október 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica