Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

228/2014

Reglugerð um (67.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 230/2013 frá 14. mars 2013 um töku tiltekinna fóðuraukefna í hópnum bragðefni og lystaukandi efni af markaði. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 173.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 306/2013 frá 2. apríl 2013 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis (ATCC PTA-6737) fyrir fráfærugrísi og dýr af svínaætt sem hafa verið vanin undan, þó ekki af tegundinni Sus scrofa domesticus (leyfishafi er Kemin Europa N.V.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 249.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 308/2013 frá 3. apríl 2013 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus plantarum NCIMB 30083 og blöndu með Lactobacillus plantarum NCIMB 30084 sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvem­ber 2013, bls. 246.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 357/2013 frá 18. apríl 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 903/2009 og framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 373/2011 að því er varðar lágmarksinnihald blöndu með Clostridium butyricum (FERM BP-2789) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og auka­fuglategundir (að undanskildum varpfuglum) (leyfishafi er Miyarisan Pharma­ceutical Co. Ltd, fulltrúi er Miyarisan Pharma­ceutical Europe S.L.U.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 245.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 403/2013 frá 2. maí 2013 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, endó-1,3(4)-beta­glúkanasa og endó-1,4-betaglúkanasa, sem er framleidd með Trichoderma reesei (ATCC 74444), sem fóðuraukefni fyrir alifugla sem eru aldir til slátrunar og ali­fugla sem eru aldir til að verpa og fyrir fráfærugrísi og um breytingu á reglu­gerðum (EB) nr. 1259/2004, (EB) nr. 1206/2005 og (EB) nr. 1876/2006 (leyfis­hafi er DSM Nutritional Products). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 241.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 413/2013 frá 6. maí 2013 um leyfi fyrir blöndu með Pediococcus acidilactici CNCM MA 18/5M sem fóður­aukefni til notkunar í drykkjarvatn handa fráfærugrísum, eldissvínum, varp­hænum og eldiskjúklingum (leyfishafi er Lallemand SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 238.

2. gr.

Um aukefni samkvæmt ofangreindum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.

3. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

6. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. febrúar 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Halldór Runólfsson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica