Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

870/2012

Reglugerð um (64.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

 1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 169/2011 frá 23. febrúar 2011 um leyfi fyrir díklasúríli sem fóðuraukefni fyrir perluhænsni (leyfishafi er Janssen Pharmaceutica N.V.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 342.
 2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 170/2011 frá 23. febrúar 2011 um leyfi fyrir Saccharomyces cerevisiae MUCL 39885 sem fóðuraukefni fyrir fráfæru­grísi og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1200/2005 (leyfishafi er Prosol SpA). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 747.
 3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 371/2011 frá 15. apríl 2011 um leyfi fyrir dímetýlglýsínnatríumsalti sem fóðuraukefni fyrir eldis­kjúklinga (leyfishafi er Taminco N.V.). Reglugerðin var felld inn í EES-samn­ing­inn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 750.
 4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 515/2011 frá 25. maí 2011 um leyfi fyrir B6-vítamíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 752.
 5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 527/2011 frá 30. maí 2011 um leyfi fyrir blöndu af endó-1,4-β-xýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (MUCL 49755), og endó-1,3(4)-β-glúkanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (MUCL 49754), og pólýgalaktúrónasa, sem er fram­leiddur með Aspergillus aculeatus (CBS 589.94), sem fóðuraukefni fyrir fráfæru­grísi (handhafi leyfis er Aveve NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 755.
 6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 900/2011 frá 7. september 2011 um leyfi fyrir lasalósíð-A-natríumi sem fóðuraukefni fyrir fasana, perluhænsn, kornhænur og akurhænur sem ekki eru varpfuglar (leyfishafi er Alpharma (Belgium) BVBA). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 800.
 7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1068/2011 frá 21. október 2011 um leyfi fyrir ensímblöndu af endó-1,4-betaxýlanasa, sem er fram­leiddur með Aspergillus niger (CBS 109.713), og endó-1,4-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger (DSM 18404), sem fóðuraukefni fyrir kjúklinga, sem eru aldir til að verða varphænur, kalkúna til undaneldis, kalkúna sem eru aldir til undaneldis, aðrar aukafuglategundir (aðrar en eldisendur) og skrautfugla (leyfishafi er BASF SE). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 802.
 8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1074/2011 frá 24. október 2011 um leyfi fyrir Saccharomyces cerevisiae NCYC R-625 sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi (leyfishafi er Integro Gida SAN. ve TIC. A.S., fulltrúi er RM Associates Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 805.
 9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1088/2011 frá 27. október 2011 um að leyfa ensímblöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er fram­leiddur með Trichoderma reesei (MULC 49755), og endó-1,3(4)-beta­glúkanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (MULC 49754), sem fóður­aukefni fyrir fráfærugrísi (handhafi leyfis er Aveve NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 238.
 10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1110/2011 frá 3. nóvember 2011 um leyfi fyrir ensímblöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (CBS 114044), sem fóðuraukefni fyrir varphænur, aukategundir alifugla og eldissvín (leyfishafi er Roal Oy). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 242.
 11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1190/2011 frá 18. nóvember 2011 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1730/2006 og (EB) nr. 1138/2007 að því er varðar heiti handhafa leyfis fyrir fóðuraukefninu bensósýru (VevoVitall). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 344.
 12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1263/2011 frá 5. desember 2011 um leyfi fyrir Lactobacillus buchneri (DSM 16774), Lactobacillus buchneri (DSM 12856), Lactobacillus paracasei (DSM 16245), Lactobacillus paracasei (DSM 16773), Lactobacillus plantarum (DSM 12836), Lactobacillus plantarum (DSM 12837), Lactobacillus brevis (DSM 12835), Lactobacillus rhamnosus (NCIMB 30121), Lactococcus lactis (DSM 11037), Lactococcus lactis (NCIMB 30160), Pediococcus acidilactici (DSM 16243) og Pediococcus pentosaceus (DSM 12834) sem fóðuraukefnum fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 59, frá 18. október 2012, bls. 481.

2. gr.

14. tl. 1. gr. reglugerðar nr. 662/2012 um (63.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftir­lit með fóðri verður svohljóðandi:

 1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 495/2011 frá 20. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 109/2007 að því er varðar sam­setn­ingu fóðuraukefnisins mónensínnatríums. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­ing­inn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012 frá 1. maí 2012. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 204.

3. gr.

Um aukefni samkvæmt ofangreindum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.

4. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

5. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

7. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. október 2012.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica