Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

273/2012

Reglugerð um (60.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 892/2010 um stöðu tiltekinna vara með tilliti til fóðuraukefna sem falla undir gildissvið reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 111/2011, frá 1. nóvember 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 1. mars 2012, bls. 639.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 998/2010 um leyfi fyrir Enterococcus faecium DSM 7134 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (handhafi leyfis er Lactosan GmbH & Co KG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2011, frá 3. desember 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 1. mars 2012, bls. 643.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 999/2010 um leyfi fyrir 6-fýtasa (EB 3.1.3.26), sem er framleiddur með Aspergillus oryzae (DSM 17594), sem fóðuraukefni fyrir gyltur (handhafi leyfis er DSM Nutritional Products Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2011, frá 3. desember 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 1. mars 2012, bls. 645.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1117/2010 um leyfi fyrir blöndu úr sítrónusýru, sorbínsýru, þýmóli og vanillíni sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi (handhafi leyfis er Vetagro SpA). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2011, frá 3. desember 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 1. mars 2012, bls. 245.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1118/2010 um leyfi fyrir díklasúríli sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er Janssen Pharmaceutica NV) og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2430/1999. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2011, frá 3. desember 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 1. mars 2012, bls. 247.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1119/2010 um leyfi fyrir Saccharomyces cerevisiae MUCL 39885 sem fóðuraukefni fyrir mjólkurkýr og hesta og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1520/2007 (handhafi leyfis er Prosol SpA). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2011, frá 3. desember 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 1. mars 2012, bls. 251.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1120/2010 um leyfi fyrir Pediococcus acidilactici CNCM MA 18/5M sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi (handhafi leyfis er Lallemand SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2011, frá 3. desember 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 1. mars 2012, bls. 254.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 168/2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 107/2010 að því er varðar notkun á fóðuraukefninu Bacillus subtilis ATCC PTA-6737 í fóðri sem inniheldur madúramýsínammóníum, natríummónensín, narasín eða róbenidínhýdróklóríð. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2011, frá 3. desember 2011.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 168/2011 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Um aukefni samkvæmt ofangreindum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

5. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 13. mars 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Indriði B. Ármannsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica