Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

173/2012

Reglugerð um (59.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 111/2011 frá 1. nóvember 2011 öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 514/2010 um leyfi fyrir Pediococcus pentosaceus (DSM 16244) sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir dýra. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 359.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 515/2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1137/2007 að því er varðar notkun aukefnisins Bacillus subtilis (O35) í fóður sem inniheldur lasalósíðnatríum, madúramýsínammóníum, mónensínnatríum, narasín, salínómýsínnatríum og semdúramýsínnatríum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 361.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 516/2010 um varanlegt leyfi fyrir aukefni í fóðri. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 363.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 874/2010 um leyfi fyrir lasalósíð-A-natríumi sem fóðuraukefni fyrir kalkúna upp að 16 vikna aldri (leyfishafi er Alpharma, Belgíu) og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2430/1999. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 367.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 875/2010 um leyfi til 10 ára fyrir aukefni í fóðri. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 370.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 879/2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 554/2008 að því er varðar lágmarksinnihald fóðuraukefnisins 6-fýtasa (Quantum Phytase) í fóðri fyrir varphænur. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 373.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 883/2010 um leyfi fyrir nýrri notkun á Saccharomyces cerevisiae NCYC Sc47 sem fóðuraukefni fyrir kálfa til eldis (handhafi leyfis er Société industrielle Lesaffre). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 375.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 884/2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1464/2004 að því er varðar biðtíma til afurðanýtingar fyrir aukefnið Monteban® sem er í 8 flokknum hníslalyf og önnur lyf. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 378.
  9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 891/2010 um leyfi fyrir nýrri notkun á 6-fýtasa sem fóðuraukefni fyrir kalkúna (leyfishafi er Roal Oy). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 383.

2. gr.

Um aukefni samkvæmt ofangreindum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 13. febrúar 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Indriði B. Ármannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica