Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

951/2008

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1452/2003 frá 14. ágúst 2003 um að viðhalda undanþágunni, sem kveðið er á um í a-lið 3. mgr. 6. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2092/91 að því er varðar tilteknar tegundir fræs og plöntufjölgunarefnis, og að mæla fyrir um reglur um málsmeðferð og viðmiðanir varðandi þá undanþágu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2005 frá 11. júní 2005.

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1851/2006 frá 14. desember 2006 um breytingu á I. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2092/91 að því er varðar notkun hefðbundins fóðurs á tímabilum þegar farið er milli bithaga. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2007 frá 7. júlí 2007.

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 394/2007 frá 12. apríl 2007 um breytingu á I. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2092/91 um lífræna framleiðslu landbúnaðar­afurða og merkingar þar að lútandi á landbúnaðarafurðum og matvælum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 104/2007 frá 29. september 2007.

2. gr.

Ofangreindar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar eru birtar sem fylgiskjöl við reglu­gerð þessa.

3. gr.

  1. Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1452/2003 eru tímamörk undanþágu sem kveðið er á um í a-lið, 3. töluliðar 6. gr. reglugerðar nr. 74/2002 framlengd. Jafnframt er kveðið á um reglur um málsmeðferð og við­miðanir vegna útgáfu undanþáguheimilda samkvæmt a-lið, 3. töluliðar 6. gr.
  2. Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1851/2006 bætist við 4. tölulið - Fóður, B-hluta, I. viðauka, reglugerðar nr. 74/2002, nýtt ákvæði svohljóðandi:
    4.19
    Þrátt fyrir lið 4.13 mega farbeitardýr bíta í venjulegum högum á tímabilum þegar þau eru færð frá einu beitilandi yfir á annað. Inntaka hefðbundins fóðurs í formi grass og annars gróðurs, sem dýrin bíta á þessu tímabili, skal ekki fara yfir 10% af heildarhlutfalli fóðurs á ári. Þessa tölu skal reikna sem hundraðshluta af þurr­efni fóðurs sem er framleitt úr landbúnaðarafurðum.
  3. Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 394/2007, breytast ákvæði X. viðauka, sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 74/2002, í samræmi við viðauka reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 394/2007.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðar­framleiðslu. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 24. september 2008.

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica