Landbúnaðarráðuneyti

873/2005

Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti. - Brottfallin

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar landbúnaðarráðherra tollkvótum samkvæmt viðaukum III B og IV B við tollalög nr. 55/1987 með síðari breytingum, í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. laga nr. 99/1993.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

Vara
Tímabil
Vörumagn
Verðtollur
Magntollur
Tollnúmer:
kg
%
kr./kg
0701.9001 Bökunarkartöflur, 65 mm eða stærri
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
30
0701.9009 Annars (kartöflur)
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
60
0703.9001 Blaðlaukur
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
0
0704.1000 Blómkál
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
0
0704.9001 Hvítkál
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
79
0704.9002 Rauðkál
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
110
0704.9003 Kínakál
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
206
0704.9004 Spergilkál
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
0
0706.1000 Gulrætur og næpur
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
136
0706.9001 Gulrófur
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
0
0706.9002 Rauðrófur
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
0
0709.4000 Selja, önnur en seljurót
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
0
0709.5100 Sveppir
01.10.05-30.06.06
ótilgr.
0
80


Við innflutning á vörum sem falla undir þau tollnúmer þar sem vörumagn er ekki tilgreint skal gilda sá verð- og/eða magntollur sem tilgreindur er í 1. mgr. yfir tilgreint tímabil.

Tímabil þau sem tilgreind eru miðast við tollafgreiðslu en ekki við komu flutningsfars til landsins og skal tollafgreiðslu lokið innan tímabils. Hafi vara hlotið bráðabirgðatollafgreiðslu, skal þó miða við dagsetningu hennar.

3. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. laga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 65. gr., 65. gr. A og 87. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og gildir til 1. júlí 2006.

Landbúnaðarráðuneytinu, 28. september 2005.


F. h. r.

Ólafur Friðriksson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica