Við 22. gr. bætist nýr liður:
g) | Orthomyxoviridae: Á síðustu þremur vikum fyrir innflutning skal taka blóðsýni til rannsókna á mótefnum gegn orthomyxoveirum (Avian influenza H5 og H7). Reynist sýnið jákvætt er innflutningur óheimill. |
Reglugerð þessi er sett með stoð í 19. gr. laga nr. 54/1990, um innflutning dýra, ásamt síðari breytingum og 17. gr. laga nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.