Landbúnaðarráðuneyti

1065/2006

Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á hvalaafurðum og rjúpum. - Brottfallin

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar landbúnaðarráðherra tollkvótum samkvæmt viðauka IV A við tollalög númer 88/2005, með síðari breytingum, í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. laga nr. 99/1993.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

Vara

Tímabil

Vörumagn

Verðtollur

Magntollur

Tollskrárnúmer

kg

%

kr./kg

0208.4001

Hvalkjöt, fryst

01.01. - 31.12.07

ótilgr.

0

0

0208.4002

Hvalaafurðir, ót.a., frystar

01.01. - 31.12.07

ótilgr.

0

0

0208.4003

Hvalkjöt og aðrar hvalaafurðir, nýtt eða kælt

01.01. - 31.12.07

ótilgr.

0

0

0208.9003

Rjúpur, frystar

01.01. - 28.02.07

ótilgr.

0

0

Tímabil þau sem tilgreind eru miðast við tollafgreiðslu en ekki við komu flutningsfars til landsins og skal tollafgreiðslu lokið innan tímabils.

3. gr.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar nr. 509/2004 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.

4. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. laga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 65. gr. A og 87. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til og með 31. desember 2007.

Landbúnaðarráðuneytinu, 11. desember 2006.

F. h. r.

Ólafur Friðriksson.

Atli Már Ingólfsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica