Innviðaráðuneyti

1336/2025

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1270/2025, um ráðstöfun afla sem dreginn er frá heildarafla samkvæmt 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í töflu í 1. mgr. er gerð breyting, svohljóðandi:
    Tegundir/tímabil September - nóvember Desember - febrúar Mars - maí Júní - ágúst Samtals
    Langa 16 12 14 12 54
  2. 2. mgr. orðist svo: Fiskistofa fylgist með línuafla og tilkynnir ráðuneytinu hvenær líklegt megi telja að viðmiðunarafla hvers tímabils verði náð. Ráðuneytið felur Fiskistofu að tilkynna síðan frá hvaða degi tiltekinn afli reiknast að fullu til aflamarks. Náist ekki að veiða viðmiðunarafla einhvers tímabils bætast ónýttar heimildir við viðmiðunarafla næsta tímabils á eftir fyrir viðkomandi ráðstöfun.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 6. gr., 8. gr., 10. gr., 10. gr. a og 11. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, og öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 9. desember 2025.

Eyjólfur Ármannsson.

Aðalsteinn Þorsteinsson.

B deild - Útgáfudagur: 11. desember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica