Fara beint í efnið

Prentað þann 4. maí 2024

Breytingareglugerð

283/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1234 frá 9. júní 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 139/2014 að því er varðar skilyrði og verklagsreglur fyrir yfirlýsingu frá fyrirtækjum sem bera ábyrgð á að veita hlaðstjórnunarþjónustu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 417-432.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2148 frá 8. október 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 139/2014 að því er varðar öryggi á flugbrautum og flugmálagögn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 365-392.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/208 frá 14. desember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 139/2014 að því er varðar kröfur varðandi starfrækslu í skertu skyggni, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 393-398.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2074 frá 20. júlí 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 139/2014 að því er varðar skilgreiningu á SNOWTAM, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 399-400.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 152. gr. laga um loftferðir nr. 80/2023 og öðlast þegar gildi.

Með þessari reglugerð fellur samhliða úr gildi reglugerð breytingu á reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, nr. 584/2022.

Innviðaráðuneytinu, 19. febrúar 2024.

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.