Fara beint í efnið

Prentað þann 1. maí 2024

Breytingareglugerð

465/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1300/2022, um heilbrigðisþjónustu, lyf og lækningatæki um borð í íslenskum skipum.

1. gr.

Eftirfarandi skilgreiningar bætast við 2. gr. reglugerðarinnar og jafnframt verði skilgreiningum greinarinnar raðað í stafrófsröð:

  1. Viðurkenndur aðili: Framleiðandi rafrænnar dagbókar sem vottaður er af siglingayfirvöldum innan Evrópska efnahagssvæðisins.
  2. LSA-kóðinn (Life Saving Appliances): Alþjóðlegur kóði um björgunarbúnað á sjó skv. 3. kafla SOLAS-alþjóðasamningsins frá 1974, um öryggi mannslífa á hafinu með áorðnum breytingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

2. gr.

2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. 3. tölul. fellur brott.
  2. 4. tölul. orðast svo: Til viðbótar við sjúkragögn í lyfjakistu skulu skip í flokki A, B, C og D hafa fullbúinn sjúkrakassa skv. viðauka II í brú.

4. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Auk sjúkragagna sem talin eru upp í viðauka I skulu skip sem flytja eða kunna að flytja hættuleg efni eða samþjappaðar lofttegundir hafa meðferðis viðeigandi hlífðarbúnað og sjúkragögn eins og fyrir er mælt í alþjóðlegum leiðbeiningum um flutning á hættulegum varningi með skipum. Sama gildir um skip með afþrýstibúnað sem notuð eru við köfunarvinnu.

Sé áætlaður siglingatími skips sem kann að flytja farm milli áfangastaða, skemmri en tvær klukkustundir, má takmarka mótefni um borð við inngjöf í neyðartilvikum.

5. gr.

5. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. mgr. orðast svo:
    Skipstjóri og skipverjar sem hlotið hafa þjálfun í sjúkrahjálp skulu hafa þekkingu á notkun fjarskiptabúnaðar svo leita megi aðstoðar vaktstöðvar siglinga um læknisþjónustu í landi.
  2. 3. mgr. fellur brott.

7. gr.

Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar bætist: svo sem frekast er unnt.

8. gr.

Á eftir 1. málsl. 4. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður svohljóðandi: Söluaðili skal gera vörureikning og skal geyma afrit hans skv. 2. mgr.

9. gr.

3. málsl. 4. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

10. gr.

14. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Í lyfjakistu hvers skips skal vera handbók lyfjakistu með upplýsingum um:

  1. Nauðsynleg sjúkragögn í skipum skv. viðaukum 1 og 2.
  2. Gildandi útgáfu lyfjaskrár sem gefin er út af Samgöngustofu í tengslum við þessa reglugerð.
  3. Dagbók lyfjakistu skv. 13. gr.
  4. Pantanir á lyfjum fyrir lyfjakistu.
  5. Eyðublöð til notkunar við sjúkdómsgreiningu áður en leitað er aðstoðar læknis í gegnum fjarskipti.
  6. Lækningabók sjófarenda sem er útgefin eða samþykkt af Samgöngustofu.

Þá skulu skip sem flytja hættulegan varning samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) hafa um borð nýjustu útgáfu af:

  1. International Maritime Dangerous Goods Code (IMDG Code).
  2. Emergency Procedures for Ships Carrying Dangerous Goods (EMS).
  3. Medical First Aid Guide for Use in Accidents Involving Dangerous Goods (MFAG).

11. gr.

2. málsl. 1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

12. gr.

16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Samgöngustofa getur veitt undanþágu frá ákvæðum reglugerðarinnar vegna sérstakra aðstæðna. Undanþágu skal þó aðeins veita til að hámarki fimm mánaða og lúti hún að reglum um sjúkragögn skal hún einungis veitt að fengnu samþykki embættis landlæknis eða Lyfjastofnunar, eftir því sem við á.

13. gr.

17. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Brot gegn reglugerð þessari geta varðað viðurlögum skv. ákvæðum VI. kafla skipalaga nr. 66/2021.

14. gr.

Í stað viðauka I og viðauka II koma tveir nýir viðaukar sem birtir eru með reglugerð þessari.

15. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 2. mgr. 24. gr. skipalaga, nr. 66/2021, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 10. maí 2023.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Hermann Sæmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.