Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

789/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir nr. 543 13. október 1995 með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

15. gr. verði svohljóðandi: Verð hverrar getraunaraðar skal vera 12 kr. Íslenskar getraunir og AB Svenska Spel skulu greiða 0,46 sænskar krónur í sameiginlegan getraunapott fyrir hverja selda röð.

2. gr.

25. gr. verði svohljóðandi: Þátttakandi getur valið þrjá, fjóra, fimm, sex, sjö, átta, níu eða tíu kappleiki úr leikskránni og giskað á hvort þeim ljúki með sigri fyrrnefnda liðsins, jafntefli eða að síðarnefnda liðið sigri. Íslenskar getraunir hafa heimild til að bjóða valda leiki þar sem giskað er á einn eða tvo kappleiki. Þá hafa Íslenskar getraunir heimild til að bjóða upp á kerfi á Lengjunni.

3. gr.

Í stað orðanna "60 íþróttaleikja" í 1. mgr. 26. gr. komi: 120 íþróttakappleikja.

4. gr.

2. mgr. 26. gr. verði svohljóðandi: Þátttakandi ákveður hvaða verð hann greiðir fyrir þátttökuna, en lágmarksfjárhæð er 100 kr. og hámarksfjárhæð 12.000 kr. nema þegar um kerfisseðil er að ræða, en þar getur hámarksfjárhæð orðið 252.000 kr. Upphæðir skulu hlaupa á jöfnum 100 krónum. Á seðlinum skulu einnig vera dálkar þar sem merkja skal við þá fjárhæð sem þátttakandinn velur.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um getraunir nr. 59 29. maí 1972, öðlast gildi 17. ágúst 2008.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 6. ágúst 2008.

Björn Bjarnason.

Hjalti Zóphóníasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica