Viðskiptaráðuneyti

810/2006

Reglugerð um ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um samhæfða evrópska staðla sem teknar hafa verið á grundvelli tilskipunar um öryggi vöru nr. 2001/95/EB.

1. gr.

Ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um eftirfarandi samhæfða evrópska staðla á grundvelli tilskipunar um öryggi vöru nr. 2001/95/EB skulu öðlast gildi hér á landi.

1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2005/323/EB frá 21. apríl 2005 um öryggis­kröfur staðla vegna fljótandi frístundatækja - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2006.

2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2005/718/EB frá 13. október 2005 - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2006.

Í ákvörðuninni er að finna upptalningu á stöðlum og þar með vörum og vöruflokkum sem falla undir ákvörðunina. Þessar vörur eru:

EN 913:1996 Fimleikabúnaður - Almennar öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
EN 916:2003 Fimleikabúnaður - Stökkkistur - Kröfur og prófunaraðferðir, þ.m.t. öryggi.
EN 1129-1:2003 Húsgögn - Beddar sem leggjast saman - Öryggiskröfur og prófun.
EN 1129-2:2003 Húsgögn - Beddar sem leggjast saman - Öryggiskröfur og prófun - 2. hluti: Prófunaraðferðir.
EN 1130-1:1996 Húsgögn - Ungbarnarúm og vöggur til heimilisnota - 1. hluti: Öryggiskröfur.
EN 1130-2:1996 Húsgögn - Ungbarnarúm og vöggur til heimilisnota - 2. hluti: Prófunaraðferðir.
EN 1400-1:2002 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - Snuð fyrir börn og ungbörn - 1. hluti: Almennar öryggiskröfur og vöruupplýsingar.
EN 1400-2:2002 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - Snuð fyrir börn og ungbörn - 2. hluti: Tæknilegar kröfur og prófanir.
EN 1400-3:2002 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - Snuð fyrir börn og ungbörn - 3. hluti: Kröfur og prófanir varðandi efnisinnihald.
EN 1466:2004 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - burðarrúm og standur - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
EN 1651:1999 Svifhlífarbúnaður - Belti - Öryggiskröfur og styrkleikaprófanir.
EN 1860-1:2003 Tæki, fast eldsneyti og kveikiefni til nota í grill - 1. hluti: Grilltæki sem brenna föstu eldsneyti - Kröfur og prófunaraðferðir.
EN ISO 9994:2002.
EN ISO 9994:2002/AC:2004 Kveikjarar - Öryggisákvæði.
EN 12196:2003 Fimleikabúnaður - Hestar og kubbar - Virkni- og öryggiskröfur, prófunaraðferðir.
EN 12197:1997 Fimleikabúnaður - Svifrár - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
EN 12346:1998 Fimleikabúnaður - Veggrimlar, reitarimlar og klifurgrindur - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
EN 12432:1998 Fimleikabúnaður - Jafnvægisslár - Virkni- og öryggiskröfur, prófunaraðferðir.
EN 12491:2001 Svifhlífarbúnaður - Neyðarfallhlíf - Öryggiskröfur og prófunar­aðferðir.
EN 12586:1999.
EN 12586:1999/AC:2002 Hlutir til nota við barnaumönnun - Snuðkeðja - Öryggis­kröfur og prófunaraðferðir.
EN 12655:1998 Fimleikabúnaður - Hringir - Virkni- og öryggiskröfur, prófunar­aðferðir.
EN 13138-2:2002 Flotbúnaður til nota við sundkennslu - 2. hluti: Öryggiskröfur og prófunaraðferðir fyrir flotbúnað sem fólk heldur á.
EN 13319:2000 Fylgibúnaður til nota við köfun - Dýptarmælar og samstæður dýptar- og tímamæla - Virkni- og öryggiskröfur, prófunaraðferðir.
EN 13899:2003 Íþróttabúnaður á hjólum - Hjólaskautar - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
EN 14059:2002 Olíulampar til skrauts - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
EN 14344:2004 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - Barnastólar á reiðhjól - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
EN 14350-1:2004 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - Drykkjaráhöld - 1. hluti: Almennar og tæknilegar kröfur og prófanir.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 14. september 2006.

Jón Sigurðsson.

Kristján Skarphéðinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica