Leita
Hreinsa Um leit

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

208/2006

Reglugerð um innheimtu sekta og sakarkostnaðar.

1. gr.

Innheimta sekta og sakarkostnaðar á landsvísu skal vera á hendi sýslumannsins á Blönduósi.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 70. gr. laga um fullnustu refsinga, nr. 49 17. maí 2005, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 20. mars 2006.

Björn Bjarnason.

Anna Sigríður Arnardóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica