Viðskiptaráðuneyti

293/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 408/1994, um öryggi leikfanga og hættulegar eftirlíkingar. - Brottfallin

1. gr.

1. málsl. 1. mgr. 3. gr. orðast svo:

Óheimilt er að setja leikföng á markað hér á landi, hvort sem þau eru seld eða gefin, ef hætta er á að þau geti stofnað öryggi eða heilsu notenda og annarra í voða þegar þau eru notuð eins og til er ætlast eða fyrirsjáanlegt er miðað við eðlilega hegðun barna.

2. gr.

Við 1. mgr. 4. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Sé leikfang merkt með CE-merki skal litið svo á að það uppfylli kröfur reglugerðar þessarar.

3. gr.

2. mgr. 5. gr. orðast svo:

Tilnefndur aðili skal hafa hlotið faggildingu í samræmi við viðeigandi staðla í staðlaröðinni ÍST EN 450XX. Í viðauka VII með reglugerð þessari eru talin upp nánari skilyrði sem tilnefndur aðili verður að uppfylla.

4. gr.

Á eftir 5. málsl. 1. mgr. 7. gr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi:

Ábyrgðaraðila er skylt að upplýsa kaupanda leikfangs um mikilvægi þess að varðveita slíkar leiðbeiningar ef þær eru ekki festar við leikfangið.

5. gr.

3. mgr. 14. gr. orðast svo:

Ef rökstuddur grunur leikur á að leikföng eða eftirlíkingar uppfylli ekki settar öryggisreglur getur Löggildingarstofan takmarkað sölu þeirra eða sett tímabundið bann við sölu þeirra á meðan rannsókn fer fram í málinu.

6. gr.

1. málsl. 2. mgr. 15. gr. orðast svo:

Löggildingarstofunni ber að tilkynna ábyrgðaraðila um rökstudda ákvörðun sína svo fljótt sem unnt er ásamt upplýsingum um áfrýjunarleiðir og áfrýjunarfresti.

7. gr.

Við upptalningu staðla í viðauka III bætist: ÍST EN71-5, Leikföng. Öryggiskrafa. 5. hluti: Efnafræðileikföng (sett), önnur en tilraunasett.

8. gr.

Nýr liður, f-liður, bætist við 2. kafla viðauka IV, svohljóðandi: skal gefa út vottorð um CE-gerðarviðurkenningu .

9. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 100/1992, um vog, mál og faggildingu, sbr. lög nr. 52/1995, um breytingu á þeim, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 15. maí 1995.

F. h. r.
Þorkell Helgason.

Finnur Sveinbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica