Samgönguráðuneyti

254/1986

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 627, 7. september 1983, um lámarksbúnað loftfara, sbr. reglugerð nr. 396 9. október 1985 um breytingu á henni. - Brottfallin

1. gr.

Grein 2.1.2. orðist þannig:

Íslensk loftför, eða loftför á vegum íslenskra aðila, skulu í flugi til og frá Íslandi og fara fjær ströndu en 93 km (50 sjómílur) búin björgunarbátum er rúmi alla um borð. Sama krafa gildir fyrir flugvélar yfir 5700 kg hámarksmassa, sem notuð eru í reglubundnu áætlunarflugi með farþega. Neyðarsendir, sem getur sent á tíðni 121,5 og 243 Mhz, og fullnægir kröfum flugmálastjórnar um slíka senda, skal vera í eða festur við a. m. k. einn björgunarbát loftfarsins.

 

2. gr.

Grein 4.2.2. orðist þannig:

Þar sem einn flugmaður er við stjórn flugvélar í blindflugi í farþegaflutningum, skal eftirtalinn búnaður, sem uppfyllir kröfur flugmálastjórnar vera fyrir hendi:

a) Þriggja-ása sjálfstýring.

b) Hæðarvari, þ. e. í flugvélum búnum hverfilhreyflum og með jafnþrýstibúnaði.

c) Eitt LORAN-C viðtæki, frá og með 1. janúar 1988.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 89. og 186. gr. laga nr. 34 21.maí 1964, um loftferðir, og tekur til íslenskra loftafara, svo og loftfara, sem íslenskur aðili notar eða ræður yfir, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgönguráðuneytið, 12. maí 1986.

 

Matthías Bjarnason.

Birgir Guðjónsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica