Innviðaráðuneyti

797/2025

Um breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. REGLUGERÐ um breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/989 frá 22. maí 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki á þessu sviði, og um leiðréttingu þeirrar reglugerðar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 296/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 321-378.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 72. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 1. júlí 2025.

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Vala Hrönn Viggósdóttir.

B deild - Útgáfudagur: 15. júlí 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica