Innviðaráðuneyti

585/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.

1. gr.

Við 1. mgr. 52. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi stafliður:

  þ. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2108 frá 29. júlí 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 að því er varðar tilteknar áríðandi flugverndarráðstafanir varðandi búnað fyrir öryggisskimun vökva, úðaefna og gels, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 34/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 695-698.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 167. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 21. maí 2025.

 

F. h. r.

Nína Guðríður Sigurðardóttir.

Vala Hrönn Viggósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica