Innviðaráðuneyti

446/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 854/2016 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð fyrir skírteini og þjálfun flugumferðarstjóra.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

 

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtaldar gerðir með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/340 frá 20. febrúar 2015 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða skírteini flugumferðarstjóra og vottorð samkvæmt reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmda­stjórnar­innar (ESB) nr. 923/2012 og um niðurfellingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 805/2011. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44, dags. 18. ágúst 2016, bls. 498, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2016 frá 3. júní 2016.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/893 frá 21. apríl 2023 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) 2015/340 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða skírteini flug­umferðarstjóra og vottorð. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, dags. 20. febrúar 2025, bls. 975, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 296/2024 frá 6. desember 2024.

 

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 73. og 83. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 8. apríl 2025.

 

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Vala Hrönn Viggósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica