Innviðaráðuneyti

270/2024

Reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins.

1. gr.

Gildissvið.

Gildissvið reglugerðarinnar er nánar skilgreint í 2. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1139 um sameigin­legar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, sbr. þó 3. gr.

 

2. gr.

Lögbær stjórnvöld.

Samgöngustofa er lögbært landsyfirvald samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Lögbær stjórn­völd samkvæmt reglugerðinni eru Samgöngustofa og Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins.

 

3. gr.

Aðlögun ákvæða reglugerðarinnar vegna landfræðilegrar legu Íslands,
sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2023.

Viðeigandi kröfur um rekstrarstjórnun flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu í reglugerðinni, fram­kvæmdar­gerðir og framseldar gerðir hennar, sem ráðast af ákvæðunum sem gilda um Evrópusvæði og/eða Afríku- og Indlandshafssvæði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO EUR og AFI) ber að skilja svo að þau ákvæði taki ekki til Íslands þar sem Ísland heyrir undir svæðisbundin viðbótar­ákvæði Atlantshafssvæðis Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO NAT). Hið síðarnefnda geta talist við­unandi viðurkenndar aðferðir til að uppfylla kröfur (AMC) og leiðbeinandi efni (GM) fyrir Ísland.

Tilvísanir til rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu eða til annarra reglna ESB sem takmarkast af gildissviði við Evrópusvæði og Afríku- og Indlandshafssvæði Alþjóða­flugmála­stofnunarinnar (ICAO EUR og/eða AFI) í reglugerðinni eða í framkvæmdargerðum eða framseldum gerðum hennar, hafa ekki bindandi áhrif á Ísland, nema Ísland hafi tekið sérstaklega fram að slíkar reglur eigi að gilda um Ísland.

 

4. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins og fram­kvæmdastjórnarinnar með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1139 frá 4. júlí 2018 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 2111/2005, (EB) nr. 1008/2008, (ESB) nr. 996/2010, (ESB) nr. 376/2014 og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2014/30/ESB og 2014/53/ESB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 552/2004 og (EB) nr. 216/2008 og reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3922/91, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 186-307.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1087 frá 7. apríl 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1139 að því er varðar uppfærslu tilvísana í ákvæði Chicago-samningsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 1169-1170.

 

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 2. gr., 3. mgr. 7. gr., 20. gr., 51. gr., 72. gr., 83. gr., 93. gr., 115. gr., 124. gr., 131. gr., 152. gr., 167. gr., 188. gr., 209. gr. og 3. mgr. 233. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.

Með þessari reglugerð fellur samhliða úr gildi reglugerð um sameiginlegar reglur um almenn­ingsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, nr. 812/2012.

 

Innviðaráðuneytinu, 15. febrúar 2024.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Hermann Sæmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica