Innviðaráðuneyti

1615/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011.

1. gr.

9. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Við upphaf náms skal ökukennari eða eftir atvikum ökuskóli ganga úr skugga um að náms­heimild hafi verið veitt, sbr. 5. gr.

Varði umsókn um ökuskírteini ökuréttindaflokk sem umsækjandi hefur ekki áður haft öku­skírteini fyrir, skal umsækjandi til undirbúnings ökuprófi:

  1. sækja verklegt nám hjá ökukennara sem hefur löggildingu fyrir þann réttindaflokk,
  2. sækja bóklegt nám sem að jafnaði skal fara fram í ökuskóla sem hefur starfsleyfi.

Nám skal fara fram í samræmi við námskrá sem Samgöngustofa setur og ráðherra staðfestir. Ákveða má í námskrá að tiltekinn hluti náms sé fjarnám.

Í námskrá skal kveðið á um skipulag náms og þá aksturshæfni og þekkingu sem umsækjandi þarf að búa yfir til að öðlast ökuskírteini. Leitast skal við að flétta saman bóklegt og verklegt nám.

 

2. gr.

Í stað orðanna "1. janúar 2024" í 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða kemur: 1. janúar 2025.

 

3. gr.

3. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II verður svohljóðandi: Framangreint gildir til 1. janúar 2025.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 58. og 62. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 19. desember 2023.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Hermann Sæmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica