Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

168/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem verður 4. mgr., svohljóðandi:

Við umferðareftirlit getur lögregla staðfest gildi stafræns ökuskírteinis með til þess gerðum hug­búnaði sem ríkislögreglustjóri gefur út. Hugbúnaðurinn skal tengdur við ökuskírteinaskrá og upplýs­ingar sóttar þaðan. Ríkislögreglustjóra er heimilt að veita öðrum en lögreglu takmarkaðan aðgang að ökuskírteinaskrá með hugbúnaði og gera þannig sömu upplýsingar og fram koma á hefð­bundnu ökuskírteini aðgengilegar í þeim tilgangi að sannreyna þær. Handhafi ökuskírteinis skal í slíkum tilvikum upplýstur um það hvaða miðlun upplýsinga fer fram.

 

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 26. janúar 2022.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica