Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

564/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 676/2015 um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna.

1. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 8. töluliður, svohljóðandi:

Samgöngustofa skal senda Eftirlitsstofnun EFTA upplýsingar um þau skilyrði sem gilda um strand­siglingar samkvæmt þessari reglugerð og viðaukum hennar, þ.m.t. skilgreiningu á strand­siglingum og kröfur um menntun og þjálfun til slíkra siglinga.

 

2. gr.

Við 13. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Við notkun herma við menntun, þjálfun eða mat á hæfni skal leiðbeinandi, eftirlitsmaður eða mats­maður sem stýrir eða hefur umsjón með menntun, þjálfun eða hæfnismati hafa fengið viðeig­andi leiðbeiningar um kennslutækni í notkun herma og hafa hagnýta reynslu í meðferð þeirrar gerðar hermis sem er notuð. Enn fremur skal matsmaður við hæfnismat með hermi hafa öðlast hagnýta reynslu við mat með þeirri gerð hermis sem um ræðir undir efirliti reynds matsmanns og með full­­nægjandi árangri að mati hans.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á skýringum við I. töflu III. viðauka við reglugerðina:

  1. Skýring 2) undir liðnum "Siglingatími" fellur brott.
  2. b-liður 1. mgr. skýringar 7 orðast svo: a.m.k. 36 mánuðum.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á skýringum við II. töflu III. viðauka við reglugerðina:

  1. Í b-lið skýringar 5 undir liðnum "Siglingatími" falla á brott orðin "eða nám til sveinsprófs í rafvirkjun".
  2. c-liður skýringar 5 undir liðnum "Siglingatími" orðast svo: a.m.k. 6 mánaða siglingatíma af tilskildum siglingatíma undir leiðsögn yfirvélstjóra eða hæfs vélstjóra.
  3. Á eftir orðinu "siglingatími" í a-lið skýringar 6 undir liðnum "Siglingatími" komi orðin: a.m.k. 6 mánuðir og.

 

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 17. gr. laga nr. 76/2001, um áhafnir íslenskra farþega­skipa og flutningaskipa, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 30. apríl 2021.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica