Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

483/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 989/2016, um skipsbúnað, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir c-lið 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, sem verður d-liður og orðast svo:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/608 frá 19. apríl 2018, um tæknilegar viðmiðanir fyrir rafræn merki fyrir búnað um borð í skipum. Framkvæmdar­reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 224/2018 frá 5. desember 2018. Framkvæmdarreglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 85, 20. desember 2018, bls. 106.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 4. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 9. maí 2019.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica