Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

1084/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar breytist og orðast svo:

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um starfrækslu flugvéla, þyrlna og svifflugna, þ.m.t. skoðanir á hlaði á loft­förum flugrekenda sem eru undir öryggiseftirliti annars ríkis þegar þau lenda á flugvelli á Íslandi.

Í reglugerðinni er mælt fyrir um skilyrði fyrir því að gefa út, viðhalda, breyta, takmarka, fella tíma­bundið úr gildi eða afturkalla skírteini flugrekenda, sem stunda flutningaflug, sem nota loftför sem talin eru upp í b- og c-lið 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008, nema hvað varðar loft­belgi, um réttindi og ábyrgð handhafa skírteina sem og um skilyrði fyrir því að starfræksla skuli bönnuð, takmörkuð eða háð tilteknum skilyrðum í öryggisskyni.

Í reglugerðinni er einnig kveðið á um ítarlegar reglur um skilyrði og verklagsreglur að því er varðar yfirlýsingu frá flugrekendum sem stunda sérstaka starfrækslu í ábataskyni fyrir flugvélar, þyrlur og svifflugur, og starfrækslu og sérstaka starfrækslu flókinna, vélknúinna loftfara, sem er ekki í ábata­skyni, og eftirlit með þeim.

Í reglugerðinni er einnig mælt fyrir um ítarlegar reglur varðandi það hvaða skilyrðum tiltekin áhættu­söm, sérstök starfræksla (verkflug) í ábataskyni skuli háð, til að fá leyfi í öryggisskyni og skil­yrðin fyrir útgáfu, viðhaldi, breytingu, takmörkun, tímabundinni niðurfellingu eða afturköllun slíkra leyfa.

Reglugerð þessi á ekki við um flugrekstur sem fellur undir gildissvið a-liðar 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008.

Reglugerð þessi gildir ekki um starfrækslu loftskipa.

Reglugerð þessi gildir ekki um starfrækslu loftbelgja, nema að því er varðar kröfur til eftirlits­stjórnvalds þegar um er að ræða starfrækslu loftbelgja annarra en tjóðraðra.

2. gr.

Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/394 frá 13. mars 2018 um breytingu á reglu­gerð (ESB) nr. 965/2012 um að fella brott flugrekstrarkröfur fyrir loftbelgi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116 frá 31. maí 2018. Reglugerðin er birt í EES‑við­bæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 28. júní 2018, bls. 147-155.

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 80. gr., 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Reglugerðin kemur til framkvæmda 8. apríl 2019.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 28. nóvember 2018.

F. h. r.

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.

Jónas Birgir Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica