Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1008/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.

1. gr.

Í stað færslunnar fyrir blý í töflunni í 13. lið 3. hluta II. viðauka reglugerðarinnar kemur eftir­farandi:

Blý 2,0 0,5 23

2. gr.

Í stað færslunnar fyrir bisfenól A í töflunni í viðbæti C við II. viðauka reglugerðarinnar kemur eftirfarandi:

Bisfenól A 80-05-7 0,04 mg/l (flæðimörk) í samræmi við aðferðirnar sem mælt er fyrir um í EN 7110:2005 og EN 71-11:2005

3. gr.

Við lista sértækra viðmiðunarmarka í viðbæti C við II. viðauka reglugerðarinnar bætist:

Efni CAS-númer Viðmiðunarmörk
Fenól 108-95-2 5 mg/l (flæðimörk) í fjölliðuefnum í samræmi við aðferðirnar sem mælt er fyrir um í EN 71-10:2005 og EN 71-11:2005. 10 mg/kg (viðmiðunarmörk fyrir innihald) sem rotvarnarefni í samræmi við aðferðirnar sem mælt er fyrir um í EN 71-10:2005 og EN 71-11:2005.

4. gr.

Við 30. gr. reglugerðarinnar bætast þrír nýir stafliðir, svohljóðandi:

  1. Tilskipun ráðsins (ESB) 2017/738 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar blý, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2017 frá 22. september 2017.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/898 um breytingu, að því er varðar samþykkt tiltekinna viðmiðunarmarka um íðefni, sem eru notuð í leikföng, á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar bisfenól A, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2017 frá 22. september 2017.
  3. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/774 um breytingu, að því er varðar sam­þykkt tiltekinna viðmiðunarmarka um íðefni, sem eru notuð í leikföng, á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar fenól, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 178/2017 frá 22. september 2017.

5. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 10. gr. og 3. mgr. 13. gr., sbr. 3. mgr. 27. gr. laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995, með síðari breytingum, og öðlast hún þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. nóvember 2018.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Harpa Theodórsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica